Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 40

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 40
 lítt athyglisverð). íslenzkar borgir eru hreinlegar °g þægilegar, þótt ekki taki þær fram borgum á öðrum Norðurlöndum, eða í Sviss, en litlausari eru þær en margar evrópskar borgir. Verðlag er þolanlegt, vegna gengisfellinganna, þótt telja verði verðlag á mat í gistihúsum hátt, miðað við verð á öðru. Maturinn er hollur, en ekki eins lystugur og í mörgum öðrum Evrópu- löndum (mér finnst hann helzt líkjast norskum mat). Hins vegar er ekki hægt að skilja svo við veitingahúsin, að ekki sé minnzt á þjónana (og sumar þjónustustúlkurnar): Þegar litið er á heild- ina, eru þeir meðal verstu þjóna, sem fólk man eftir, nokkurs staðar. Ég man þó eftir einstökum gistihúsum, þar sem þjónustan er verri (Hilton mótelið á Kennedy-flugvelli), en ég er að ræða um landið allt, einkum Reykjavík (þótt þar teljist eitt gstihúsið til undantekninga í þessu efni). íslend- ingar sjálfir fá eins lélega þjónustu og útlendingar. Hins vegar afsaka, mér til nokkurrar undrunar, ýmsir íslendingar lélega þjónustu með því að segja: „íslendingar eru of stoltir til þess að vera þjónar", en þeir gleyma því, að aðrar þjóðir eru stoltar yfir mörgu, en eiga þó góða þjóna. Þegar haft er í huga, hvernig við (og margar aðrar þjóðir) sigruðust á heimskreppunni miklu, þá finnst mér, að einstakir hópar íslendinga gætu lagt meira á sig til þess að auka tekjurnar af ferðamönnum, og lagt þannig sitt af mörkum til þess að sigrast á efnahagsvandamálunum; en til þess, að svo megi verða, ættu þeir að senda alla þjónana úr landi (til Albaníu? Egyptalands? Ytri- Mongólíu?). EN: Ein er þó undantekningin frá þessari lélegu þjónustu: Þar sem engin gistihús eru í mörgum smærri bæjanna (og hvergi nein mótel), mætti búast við, að erfitt væri að ferðast um Island. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur þó leyst þennan vanda á mjög skemmtilegan hátt. Vegna þess, hve fámenn þjóðin er, eru margir framhalds- skólanna heimavistarskólar, sem standa auðir á sumrin. Þá er þeim breytt í „gistihús“, þar sem menn geta bæði keypt húsnæði og fæði. Fólkið, sem við þau vinnur, er flest „áhugamenn“ (stund- ar önnur störf á vetrum), fyrst og fremst kennarar og nemendur, en auk þess nokkrir aðrir, sem vinna ekki á sumrin (þar á meðal nokkrar leik- konur). Þess vegna var það mikil ánægja að rekast þannig á þægilegt, vel gefið, aðlaðandi og áhuga- samt fólk við stjórn þessara „gistihúsa". Þetta er allt fólk, sem hefur annan starfa (þar á meðal nokkrar fallegustu stúlkurnar, sem ég hef séð á öllu landinu). Því segi ég það, ef þið farið út fvrir borgirnar, þá munið þið sennilega dveljast í „Eddu“-skólunum . . . . og verða fyrir ánægju- legri reynslu. .... Og þá er það laxveiðin............. Ég stundaði laxveiði á flugu, og hún var allt frá því að vera léleg til þess að vera góð (með öðrum orðum, mér gekk eins og venjulegt er um veiðimenn). Eins og víðast annars staðar í Evrópu, þá eru árnar í einkaeign, og geta menn keypt sér veiðirétt til dagsins, vikunnar eða veiðitímabilsins; verðlag fer eftir veiði á hverjum stað. Eina dýra 38 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.