Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 41

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 41
veiðin er laxveiðin, enda laxinn „aðalsmaður" í hópi fiska. Laxveiði á flugu hefur og verið talin hámark stangaveiðinnar, í meira en heila öld. Is- lendingum er ekki um það að hleypa ókunnugum í ár, en með aðstoð Karlottu á Ferðaskrifstofunni, og Lárusar Sigurbjömssonar (Hubert Gillois, í Patagóníu, vísaði mér á hann), tókst mér að afla leyfa til þriggja vikna veiði, í þremur ám, sem langt er á milli, en það varð aftur til þess, að ég sá meira af landinu, en annars hefði verið. Fyrsta áin, sem ég kom að, var íblönduð jökulvatni, og því ekki til fluguveiði fallin. Hins vegar var þeim þremur dögum, sem ég var við hana, ekki til einskis varið, því að þar hitti ég ágætisfólk. Einn þeirra, framámaður, hafði sjálfur á leigu veiði- svæði í bergvatnsá, og þangað bauð hann mér til veiða, í hálfan dag, en við höfðum ekki heppn- ina með okkur. Næst fór ég til veiða í einni af ám Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Norðurá, sem fræg er. Geti einhver félagsmaður ekki notað sér úthlutun sína, geta utanfélagsmenn fengið leyfið keypt, og þannig tókst Lárusi að afla mér leyfis til þriggja daga veiði. Aðeins níu veiða í einu, á svæði félagsins, sem er 8—9 km, svo að ekki er of þröngt um menn. Þrír okkar voru utanfélags- menn, en hinir félagsmenn, sem komið höfðu með eiginkonur sínar. Félagið á mjög fallegan skála, sem stendur í hlíð, þaðan sem gott útsýni er yfir ána, og mjög fallegan foss. Ég, og Þjóðverji einn, vorum einu útlendingarnir, en okkur var vel tekið, og þótt veiðin væri lítil, þá fannst mér dvölin með þessu fólki ánægjuleg. Talið hafði verið, að níu menn myndu veiða um 55 laxa á þremur dögum; reyndar komu aðeins 17 laxar á land, þar á meðal jómfrúarlaxinn minn. Hann var lítill, og ég veiddi hann ekki fyrr en að morgni annars dags, en þegar ég kom heim um hádegið (gert er þriggja stunda hlé), var klappað fyrir mér........ og það þótti mér vænt um, því að fólkið vissi, að þetta var fyrsti laxinn minn, og það vissi líka, að ég hafði ekki reynt annað en flugu, þótt aðrir hefðu gefizt upp á henni, og snúið sér að maðk- inum. Laxinn minn var aðeins «81/2 pund, en sterk- asti fiskur, miðað við stærð, sem ég hef nokkru sinni veitt í á eða vatni. Þriðja áin, sem ég ætlaði að heimsækja, var Við Norðurá hafa margir átt góðar stundir. Veiðin í Norðurá var með albezta móti í ár. Laxá í Aðaldal, skammt fyrir sunnan heimskauts- bauginn. Á því svæði voru aðeins sex stangir leyfðar, en fyrirkomulag allt ákjósanlegt, og búið í litlu veiðihúsi. Við fyrri árnar tvær hafði ekki verið hægt að fá leiðsögumenn, en nú tókst mér að fá soit eigandans til starfa fyrir mig, en tók VEIÐIMAÐURIN.N 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.