Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 44

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 44
■' Svo var það, þegar klukkuna vantaði eina mín- útu í eitt, að ég lét fluguna sveima yfir svæði, sem ég hafði margkastað á. Þegar hún var um tveim- ur metrum fyrir ofan hávaða nokkra, sem þarna eru, var skyndilega tekið af krafti í. Fiskurinn strikaði yfir ána, og síðan niður í strauminn. Eg tók meira á en ég tel venjulega ráðlegt (fluga nr. 6), en mér fannst ekki um annað að ræða, þar sem straumurinn myndi annars gleypa laxinn. Ég hafði heppnina með mér, flugan sat vel, og ég fékk snúið laxinum við. Hann stökk þrisvar í röð. „Þér tókst það, þér tókst það.“ Nú var Vollandur kom- inn við hlið mér á ný, að minnsta kosti eins eftir- væntingarfullur og ég. „Hve stór er hann?“ spurði hann. „18 til 20 pund,“ svaraði ég. Þá bylti laxinn sér, og Vollandur sagði: „Nei, hann hlýtur að vera stærri, líttu bara á sporðinn" .... Næstu tuttugu mínúturnar var barizt, en fiskurinn tók aldrei stefnu á hávaðana aftur. Er hér var komið sögu, kom laxveiðimaðurinn frægi á vettvang, og tók nú hverja myndina á fætur annarri. Hann hélt því einnig fram, að laxinn væri rúmlega tutt- ugu pund, en ég hélt, að svo væri ekki, því að mér fannst átakið ekki eins mikið og vera ætti. Vollandur var að reyna að ná myndum á kvik- myndavélina mina, en mér gekk illa að ná lax- inum að landi. Loks sagði ég, að það væri reyndar engin furða. Fjórar myndavélar „gláptu“ á laxinn, og sennilega væri hann orðinn „feiminn“. Þá tók andstæðingur minn loks að láta undan síga. Lax- veiðimaðurinn frægi lagði frá sér myndavélina, tók sporðsnöruna mína, óð út og náði í fiskinn minn. Þetta var stór hængur, um 19 pund, en svo stór á honum sporðurinn, að vel hefði hæft tuttugu og fimm punda laxi. Ferðinni minni var að Ijúka, og betur hefði veiðinni ekki getað lokið. Ég hafði veitt fimmtán laxa á tólf dögum, sem er rúmlega meðaltalið, ekki sízt, þegar haft er í huga, að veiðitíminn var senn á enda. Venjulega sleppi ég þeim fiski, sem ég veiði, nema því aðeins, að þeir séu meiddir, eða ætlun- in sé að eta þá. Venjan á íslandi, eins og reyndar annars staðar í Evrópu, er að líta á laxinn eins og uppskeru. Því hélt ég flestum löxunum mínum, og lét reykja þá (nokkra gaf ég svo íslenzkum vinum mínum, aðra færði ég vinum mínum vestra). Svo lagði ég af stað heim á leið. * Lonius stóð við heit sitt, og kom hingað til lands á nýjan leik i sumar. Ritstj. 42 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.