Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 47

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Síða 47
hleðslu riffilskothylkja, að þrengja allt hylkið eða a. m. k. fremsta hluta þess svo að ný knla sitji þar föst og endurhlaðna skothylkið gangi auð- veldlega inn í patrónuhús riffilhlaupsins. Ef hin endurhlöðnu skothylki eiga að notast ein- göngu í sama riffilinn og þeim var upphaflega skotið úr, er ekki ástæða til þess að þrengja meira af patrónunni en hálsinn og fremsta hlutann en ef skothylkið er ætlað í hvaða riffil sem er af tiltekinni hlaupvídd, er réttara að fullþrengja það. Þessi þrenging er framkvæmd með því að reka patrónuna upp í holan stálhólk sem er að innan- máli nákvæmlega stærð normal skothylkis. Við hleðslu með einföldum tækjum er patrónan ein- faldlega slegin inn með plasthamri en úrrek notað til þess að ná henni aftur út. í vönduðum hleðslu- tækjum er þetta gert með vogarstangarafli press- unnar, og hvellhettan rekin úr um leið. Þegar þessi þáttur er búinn og lokið er við að skipta um hvellhettu þarf að mæla púðrið ná- kvæmlega sem látið er í patrónuna og er þetta vandasamasti þáttur endurhleðslunnar. Með hin- um ódýru, einföldu tækjum fást venjulega mál, sem mæla rúmmál einhverrar vissrar púðurteg- undar fyrir ákveðið kaliber, og má vel bjargast við slíkt tæki, en vilji menn hlaða úr fleiri en einni tegund púðurs og nota t. d. misþungar kúl- ur, verða menn að eignast nákvæma hleðsluvog og helst stillanlegan púðurmæli eða skammtara. Þegar hinum afmælda púðurskammti hefur verið komið fyrir í patrónunni er kúlunni ýtt á sinn stað og skothylkið er fullgert. Undanfarin ár hefur mátt fá hér í betri skot- færaverzlunum ýmsar tegundir hleðslutækja fyrir riffla, bæði hin einföldustu og einnig vönduð pressutæki. Af einföldum hleðslutækjum má nefna þau sem framleidd eru af Sako í Finnlandi, en þau eru að gerð heldur frumstæð því hvellhettan er slegin úr með vatni. Patrónan er rekin upp í þrengingarstykkið (á ensku die) og síðan er það fyllt með vatni, mjór stimpill síðan sleginn niður um hið þrönga hálsop með snöggu hamarshöggi og spýtir þá vatnsþrýstingurinn hvellhettunni út og þvær um leið eldopið í botni hvellhettusætis- ins. Þessi tæki henta ágætlega fyrir hin evrópsku skothvlki sem gerð eru fyrir Berndan hvellhettur, en þá er hvellhettusteðjinn áfastur patrónunni sjálfri, hvellhetta með tundrinu eins og lok og ekki beint eldop í miðjum patrónubotninum, held- ur 2—3 lítil göt til hliðar við hinn fasta steðja. Er því ekki hægt að nota úrrek til þess að nema burtu hvellhettuna eins og gert er við Boxerhvell- hettur. Bandaríkjamenn nota eingöngu Boxerhvellhett- ur og af hinum einföldu tækjum þeirra má nefna Lee og Lymann 310 Tool, sem eru handhæg ódýr og nægilega vönduð til þess að hlaða með þeim nákvæmlega að því tilskildu að menn kaupi sér púðufvog aukalega. Vönduð amerísk tæki eru margskonar og i fjöl- mörgum verðflokkum. Helstu hlutir fullkominna hleðslutækja eru pressan sjálf, sem er ætíð snittuð fyrir standard þrengingarhólka og kúluísetningar- tæki. Má því á augabragði skipta um þessa hluti og hlaða hvaða kaliber sem er í sömu pressunni. Með flestum pressum má fá tæki til þess að stinga hvellhettunni í á mjög fljótvirkan hátt. t Hleðslutœki jyrir haglaskot. <e- Púðurmœlir eða skammtari. veiðimaðurikn 45

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.