Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 38

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 38
Símon Sigurmonsson Görðum, Staðarsveit Vatnasvæði Lýsu Á Snæfellsnesi sunnanverðu rennur Vatnsholtsá til sjávar. Vatnasvæði árinnar, sem þó ber þetta nafn aðeins neðst, er lítið hóp og nokkur frekar lítil og grunn stöðu- vötn, Lýsuvatn, Reyðarvatn og Torfvatn auk nokkurra fjallalækja og minni vatna. Þessi vötn og ár eru í hallalitlu og grasi vöxnu landi, og mjög friðsælt og fagurt umhverfí, bæði nær og einnig er lengra er litið. Þessi veiðisvæði voru áður fyrr óhemju- rík af sjóbirtingi, þessum fallega og góða físki, sem því miður virðist víkja í sam- keppninni við laxinn, þar sem þeir hafa sömu hrygningarstaði. Af sjóbirtingi veiddust allar stærðir, allt að 12-14 pund. Oft var þó mikið af smærri físki neðst í ánni, en stærri fiskur í Lýsuvatni. Auk þess var mikið af bleikju í vötnunum. Hún var yfirleitt 250 gr. á stærð, sjógengin og falleg. Urriðinn átti sér einnig heimili, mikið í Torfvatni, einkum norðanverðu að því er virtist. Ekki er ég nógu kunnugur því, hvenær laxinum tók að fjölga í þessari á, en eftir 1950 var mikill lax kominn í ána í sambýli við sjóbirtinginn. Laxinn var veiddur í net af landeigendum, en netaveiði er ekki auðveld í þessari á, einkum vegna slýtínslu seinni hluta sumars. Ekki veiddist branda á kyrrum, sólbjörtum dögum. Net og allir hlutir sjást þá skýrt og vel langt að, ekki síst í hópinu og í Lýsuvatni, þar sem helzt var hægt að leggja fyrir stærri fisk. Á þessum netaveiðiárum, 1950-1970, er ég þekkti til, kynntist ég því mjög vel, Símon Sigurmonsson hvernig físktegundirnar röðuðu sér í vatnasvæðið. Það var eins og hver þeirra ætti sér sitt heimili í vötnunum og ánum. Auðvitað mátti veiða allar tegundirnar nánast allsstaðar þar sem netum mátti við koma, en hlutfallstalan var mismunandi eftir vötnum, jafnvel í sama vatninu. Um 1970-1971 var rætt og stofnað Veiðifélagið Lýsa, og þessi á og allt veiði- svæðið gert að stangveiðisvæði. Tíu stangir eru leyfðar, og hefur reynslan sýnt, að það er heppileg tala. Fyrstu árin var sett óhemjumikið magn af laxaseiðum af flestum aldurs- og stærðarflokkum í vatna- svæðið. En það er skoðun mín, að ekki sé þörf að setja mikið af laxaseiðum í þessa á. Hún er hlý og hefur góða hrygningar- staði, öiugga fyrir vorleysinga umbrotum. Viðkomandi aðilar hafa því ef til vill eytt fé að óþörfu, vegna mikils áhuga á físki- rækt. Eg get ekki sagt, að ég hafí orðið var við tilsvarandi stórar sveiflur í laxagöngum í ánni. 36 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.