Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 38
Símon Sigurmonsson Görðum, Staðarsveit Vatnasvæði Lýsu Á Snæfellsnesi sunnanverðu rennur Vatnsholtsá til sjávar. Vatnasvæði árinnar, sem þó ber þetta nafn aðeins neðst, er lítið hóp og nokkur frekar lítil og grunn stöðu- vötn, Lýsuvatn, Reyðarvatn og Torfvatn auk nokkurra fjallalækja og minni vatna. Þessi vötn og ár eru í hallalitlu og grasi vöxnu landi, og mjög friðsælt og fagurt umhverfí, bæði nær og einnig er lengra er litið. Þessi veiðisvæði voru áður fyrr óhemju- rík af sjóbirtingi, þessum fallega og góða físki, sem því miður virðist víkja í sam- keppninni við laxinn, þar sem þeir hafa sömu hrygningarstaði. Af sjóbirtingi veiddust allar stærðir, allt að 12-14 pund. Oft var þó mikið af smærri físki neðst í ánni, en stærri fiskur í Lýsuvatni. Auk þess var mikið af bleikju í vötnunum. Hún var yfirleitt 250 gr. á stærð, sjógengin og falleg. Urriðinn átti sér einnig heimili, mikið í Torfvatni, einkum norðanverðu að því er virtist. Ekki er ég nógu kunnugur því, hvenær laxinum tók að fjölga í þessari á, en eftir 1950 var mikill lax kominn í ána í sambýli við sjóbirtinginn. Laxinn var veiddur í net af landeigendum, en netaveiði er ekki auðveld í þessari á, einkum vegna slýtínslu seinni hluta sumars. Ekki veiddist branda á kyrrum, sólbjörtum dögum. Net og allir hlutir sjást þá skýrt og vel langt að, ekki síst í hópinu og í Lýsuvatni, þar sem helzt var hægt að leggja fyrir stærri fisk. Á þessum netaveiðiárum, 1950-1970, er ég þekkti til, kynntist ég því mjög vel, Símon Sigurmonsson hvernig físktegundirnar röðuðu sér í vatnasvæðið. Það var eins og hver þeirra ætti sér sitt heimili í vötnunum og ánum. Auðvitað mátti veiða allar tegundirnar nánast allsstaðar þar sem netum mátti við koma, en hlutfallstalan var mismunandi eftir vötnum, jafnvel í sama vatninu. Um 1970-1971 var rætt og stofnað Veiðifélagið Lýsa, og þessi á og allt veiði- svæðið gert að stangveiðisvæði. Tíu stangir eru leyfðar, og hefur reynslan sýnt, að það er heppileg tala. Fyrstu árin var sett óhemjumikið magn af laxaseiðum af flestum aldurs- og stærðarflokkum í vatna- svæðið. En það er skoðun mín, að ekki sé þörf að setja mikið af laxaseiðum í þessa á. Hún er hlý og hefur góða hrygningar- staði, öiugga fyrir vorleysinga umbrotum. Viðkomandi aðilar hafa því ef til vill eytt fé að óþörfu, vegna mikils áhuga á físki- rækt. Eg get ekki sagt, að ég hafí orðið var við tilsvarandi stórar sveiflur í laxagöngum í ánni. 36 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.