Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 50

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 50
Fréttatilkynning frá Landssambandi stangarveiðifélaga 29. aðalfundur Landssambands stangar- veiðifélaga var haldinn 27. og 28. október 1979 í Ölfusborgum við Hveragerði. Aðild að Landsambandinu eiga 28 stangarveiðifélög um land allt og mættu um 85 fulltrúar á fundinn. I skýrslu stjórnar, sem Karl Omar Jónsson formaður L.S. flutti, skýrði hann frá störfum nefndar, sem fyrrverandi landbúnaðarráðherra Steingrímur Her- mannsson skipaði, til að kanna aðstöðu íslenzkra stangarveiðimanna til að fá að- gang að laxveiðiám í landinu og hvort veiðileiga og afnot erlendra manna hér á landi eru þess eðlis að innlendir veiðimenn fái þann aðgang að veiðiám landsins, sem eðlilegt má telja. Þar kom m.a. fram að í 18 ám nota útlendingar 5442 stangardaga um hásumarið, íslendingar 8301 stangardag, aðallega vor og haust, en ef á heildina er litið er nýting stangardaga eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. Ennfremur gat formaður um þings- ályktunartillögu Arna Gunnarssonar alþingismanns o.fl. um sérstakt gjald á veiðileyfi útlendinga, sem veiða í íslensk- um ám. Skýrði hann frá framsöguræðu Arna og umræðum um tillöguna í þinginu. I skýrslu formanns kom einnig fram, að stjórnin hefír undanfarin ár unnið að því að koma á útboðsreglum um útleigu á veiði- rétti og væntir Landssamband stangar- veiðifélaga góðrar samvinnu við Lands- samband veiðifélaga í þessum efnum. Gestir fundarins voru veiðimála- stjóri Þór Guðjónsson og formaður veiði- málanefndar Arni Jónasson, sem höfðu framsögu um aðalefni fundarins þ.e.a.s. endurskoðun lax- og silungsveiðilaganna og urðu miklar umræður um málið. A laugardagskvöldið 27. okt. var aðal- fundargestum og mökum haldið hóf í Ölfusborgum, en stangarveiðifélögin í Hveragerði og Selfossi sáu um það og allt Tala Hundraðs- leyfa hluti 16% 51% 4.800 14% 3.600 11% 2.700 8% 34.021 100% Greinargerð um nýtingu heimilaðra veiðileyfa árið 1978 Nýting 1. Selt erlendis .................................... 5.442 2. Selt á almennum markaði innanlands ............... 17.479 3. Veiðileyfi, sem ekki eru á alm. markaði vegna einkaafnota eiganda eða leigjenda.................................. 4. Ekki boðið til sölu vegna friðunaraðgerða eða lítillar veiðivonar á þeim tíma................................. 5. Framboðin veiðileyfi, sem ekki seljast.................. Samtals: 48 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.