Verktækni - 2021, Blaðsíða 5
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 5
https://doi.org/10.33112/ije.27.1
Frammistöðumælir tækniteyma
Rúnar Unnþórssona, Guðmundur V. Oddssona,
aIðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2-6, 107 Reykjavík.
Fyrirspurnir/Correspondance
Guðmundur V. Oddsson
gvo@hi.is
Greinin barst 17. desember 2020.
Samþykkt til birtingar 28. júní 2021.
Birt á vef 28. júní 2021.
Ágrip
Kynnt er aðferðafræði sem er þróuð fyrir kennara til að hjálpa þeim að meta frammistöðu teymis
nemenda í verkfræðiverkefni. Aðferðafræðin er verkfæri sem hjálpar kennaranum að bera kennsl
á þá þætti sem koma í veg fyrir að teymið nái hámarks frammistöðu. Aðferðafræðin byggir á
ítarlegri heimildarannsókn á frammistöðumati nemendateyma. Aðferðir til að mæla árangur
nemendateyma og þeir þættir sem hafa áhrif á frammistöðu voru kortlagðir og notaðir sem
grunnur að þróun aðferðafræðinnar sem kynnt er í greininni. Aðferðin er nokkurs konar hitamælir
á frammistöðu teyma. Með því að nota aðferðafræðina fá kennarar betri skilning á þeim málum
sem koma í veg fyrir að teymið nái betri árangri. Aðferðafræðin er mjög gagnlegt tæki fyrir kennara
sem hafa umsjón með flóknu teymi nemenda og þurfa að geta greint frammistöðuvandamál á
kerfisbundinn hátt. Aðferðafræðin gæti verið gagnleg til að meta árangur annarra tegunda teyma
– t.d. starfandi verkfræðinga og tæknifólks.
Lykilorð: Frammistaða, teymi, nemendur, liðaframmistöðumat.
Abstract
Presented is a methodology developed for teachers to help them to evaluate the performance of
a team of students in an engineering project-based course. The methodology is a tool that will
help the teacher to identify the components that are preventing the team from advancing to a
high-performance level. The methodology is based on a thorough study of the literature on the
performance of teams. Methods for measuring the performance of teams and the factors that
impact performance were mapped and used as foundation for developing the presented
methodology. Using the methodology teachers get a much better understanding of the issues that
are preventing the team from advancing. The methodology is a very useful tool for teachers that
are supervising a complex team of students and need to be able to identify performance issues in
a systematic manner. The methodology has the potential to be useful for evaluating the
performance of other types of teams – e.g. in industry.
Keywords: Performance, team, students, team evaluation.
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR 2021- 27- (1)