Verktækni - 2021, Síða 37

Verktækni - 2021, Síða 37
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 37 ii. Tækjaskrá Eftirtalin tæki voru í meira og minna mæli notuð við grunninn: • Valtari: tveir Volvo SD135B. • Dísilhamar: PVE 38E og með honum glussadæla sem telst með (eitt sett frá framleiðanda). • „Búkollur“: BELL 30D og BELL 30E. • Borun: Sérlega útbúin tæki frá Vatnsborun Árna Kópssonar. • Vörubílar: tveir Volvo FH 13 "trailerar", tveir 4 öxla vörubílar Volvo FM 12 og Volvo FH 12 og nokkrir fleiri eftir atvikum. • Gröfur: Volvo EW 160E (hjólagrafa), NEW HOLLAND 3.6 (hjólagrafa), HITACHI ZX 280 (beltagrafa), VOLVO EC 480 (beltagrafa). • Mælitæki frá Verkís og Wolfram (gps, alstöð o.fl.). • Mobile krani: Grove 5220 (220 tonna krani). • Honda rafstöð, Top Con laserar, Ammann 700 kg þjappa, Atlas Copco 700 kg þjappa, Ammann 230 kg Þjappa og Ammann 110 kg þjappa ásamt nokkrum fleiri smátækjum. Samantekt Í grein þessari eru dregnar saman upplýsingar um það helsta sem fram hefur farið á lóðinni Naustavör 52-58 sem vegna margháttaðra aðstæðna ríkjandi á lóðinni, einkum jarðfræðilegra og jarðtæknilegra krafðist býsna ítarlegra og umfangsmikilla kannana svo fyllsta öryggis væri gætt í hvívetna. Mjög góð samvinna hefur verið með þeim sem að framkvæmdunum hafa komið, þ.e: starfsmönnum BYGG og starfsliði VERKÍSS, verkfræðilegra raðgjafa við aðgerðir á svæðinu. Segja má að flest við framkvæmdir í grunninum hafi gengið snuðrulaust fyrir sig, þótt aðstæður þar séu um margt frábrugðnar t.d. þeim sem eru austar á Naustavararsvæðinu. Klapparyfirborði í grunninum hallar mest til austurs og er á um 8 til 18 m dýpt. Á klöppinni, sem er Reykjavíkurgrágrýti, er víða 1-2 m þykkt jökulruðningslag og ofan á því a.m.k. á hluta lóðarinnar laus, allt upp í um 10 m þykk, mis-skeljarík botnsetslög, einkum sylti og fínsandur. Að öllu samanlögðu verður a.m.k. enn ekki annað séð en að vel hafi tekist til með flest við grunn húsaraðarinnar Naustavör 52 – 58 í Kópavogi. AÐRAR GREINAR 2021- 27- (1)

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.