Verktækni - 2021, Blaðsíða 34
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 34
Veður
Á ýmsu gekk í veðri á því rúmlega tveggja mánaða tímabil sem djúpþjöppun stóð yfir. Á umræddu
tímabili gengu nokkrar lægðir yfir landssvæðið með tilheyrandi loftþrýstingsbreytingum,
ofankomu og hitasveiflum. Veðrið er þó ekki álitið hafa haft teljandi áhrif á vatnsþrýsting í
borholunum.
Mynd 13 Veðurþættir sem Veðurstofan mældi við Bústaðaveg meðan á þjöppun stóð
Eftir því sem þjöppunin færðist nær sjó minnkaði útslagið í vatnshæðamælunum, sem bendir til
þess að jarðlög fjær ströndu þarna séu lekari.
Vatnsþrýstingsmælingar
Grunnvatnsstaða í lóðinni stjórnast einkum af meðalsjávarstöðu í Fossvogi, þótt mikið tímabundið
aðrennsli kunni að hafa þar áhrif. Fyrirfram var óttast að titringur sá sem þjöppun lausu
jarðlaganna ylli leiddi til svo mikillar vatnsþrýstingshækkunar þar að skúfstyrkur í lausu
botnlögunum lækkaði hættulega mikið meðan slíkt ástand varði. Þrýstingshækkun í jarðlögunum
myndi á hinn bóginn hækka vatnsborð í borholunum sem kæmi fram í vatnshæðamælunum. Þá
þóttu í versta falli vera líkur á að titringurinn ylli staðbundinni ysjun í lausu botnlögunum, hugsan-
lega með ógnvænlegum afleiðingum. Öryggis vegna var því nauðsynlegt að fylgjast grannt með
vatnsþrýstingi og breytingum á honum í botnlögunum við þjöppunina.
Í þessu skyni voru í janúar 2020 settir niður sex vatnshæðamælar dagana 27. og 28. janúar 2020.
Nákvæmni mælanna er 1 cm. Mælarnir voru stilltir til að safna gögnum á 1-5 mínútna fresti, eftir
því hvar þjöppun fór fram hverju sinni. Tveir mælar af þeim sex sem voru settir niður sendu
niðurstöður beint til Verkíss þar sem forritið Hydras tók við gögnunum og teiknaði vatnshæðina
upp, sjá mynd 14. Þannig mátti fylgjast með viðkomandi ástandi án þess að vitja mælanna.
Hinir fjórir mælarnir senda ekki upplýsingarnar heldur þarf að sækja gögnin í þá og lesa inn í
Hydras. Mælar sem senda gögnin voru settir þar sem setið var þykkast.
Vatnshæðaferlarnir í mælunum sýna m.a. glöggt flóð og fjöru í Fossvogi og jafnframt stórstreymi
og smástreymi, sjá Mynd 13, enda mælarnir eingöngu í 30-60 m fjarlægð frá sjó, og standa þar að
auki í malarfyllingu sem sjórinn á næsta greiða leið um.
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is
34
AÐRAR GREINAR2021- 27- (1)