Verktækni - 2021, Side 36
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni (2021) 27 1
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 36
Mynd 16 Vatnshæð.
Vatnshæð undir austurálmu þegar norðausturhluti grunnsins var djúp-þjappaður. Meginsveiflurnar
endurspegla flóð og fjöru.
Við þjöppun reis vatnshæð hratt í borholum þegar staurinn var rekinn, en féll hratt aftur.
Yfirþrýstingur sem myndast við titringinn jafnaðist þannig hratt út og náði hvergi að byggjast upp
svo nokkru nemi á hlutfallslega stóru svæði.
Tæknilegar upplýsingar um framkvæmdirnar
i. Helstu tæki
Valtarinn
Volvo SD 135B sem er 12.7 tonn.
Tromlan er 2,134 m á breidd , en 1,510 m að þvermáli.
Í djúpþjöppun voru valtararnir stilltir á 32 Hz en á púða og yfirborði voru þeir stilltir á 24 Hz.
Við þjöppun bögglabergs (grús) í efsta lag undir hús var notuð tíðnin 26 Hz (hefðbundin í
bögglabergi).
Djúpþjöppun
Hamarinn er af gerðinni PVE 38E og vegur 7.5 tonn uppsettur.
„Eccentric moment“ (hjámiðjuvægi/miðflóttaafl): 38 kgm.
Max. centrifugal force (útsláttur): 1200 kN.
Biti í hamarinn (H-biti)
Bitinn sem var notaður er 30x30 að ummáli og fyrsti vængur 0, 60 m frá neðri enda.
Byrjað var að nota bitann 12 m langan og hann lengdur í 18 m þar sem grunnurinn er dýpstur.
Bitinn var svo styttur í 14 m þegar þjappað var vestar þar sem grynnra er á fast.
Á bitanum er 4 vængir (2x2 í hvorri hæð) uppsettir hornrétt á H-bitann.
Verklýsing í djúpþjöppun
Bitinn var rekinn niður með um 2 m millibili. „Gígarnir“ sem mynduðust við þjöppun voru um 2 m
í þvermál og um 0,5 m djúpir.
Þjöppun í hverri holu tók að meðaltali um 40 mín.
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðing félag Íslands // Asso iation of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is
36
AÐRAR GREINAR2021- 27- (1)