Verktækni - 2021, Blaðsíða 7
Icelandic Journal of Engineering // Verktækni
Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 7
Staða þekkingar
Ritrýndar greinar voru lesnar til að bera kennsl á þætti sem fullyrt er að hafi áhrif á frammistöðu
teymisins. Þessir þættir voru síðan flokkaðir í rökrétta hópa til að auðvelda framsetningu þeirra.
Eftirfarandi er niðurstaða heimildarýninnar á þeim 45 greinum sem voru viðeigandi og eru
niðurstöðurnar kynntar í hópunum sem þættirnir tilheyra.
Liðsmeðlimir (e. team members)
Að mæla eiginleika liðsmanna og nota sem mælikerfi hefur verið gert út frá mismunandi aðferðum.
Notuð hafa verið persónuleikapróf (e. Big five personality test) (Kichuk & Wiesner, 1997), Myers-
Briggs flokkun (e. Myers-Briggs Type indicator) (Culp & Smith, 2001), Kolb reynslunám (e. the Kolb
experiential learning theory) (Lau, Beckman, & Agogino, 2012), lærdómsstílslíkan Felder og
Silverman (e. the Felder and Silverman learning style model) (Goswami, Walia, & Singh, 2015) og
sjálfsskynjunarlíkan Belbins (e. the Belbins’ Self-Perception inventory) (Nukic, Galic, & Dolacek-
Alduk, 2015). Þessi mælikerfi hafa verið notuð til að reyna að tengja frammistöðu liðs við ákveðna
eiginleika innan hvers líkans. Aðrir liðaárangursþættir (eiginleiki meðlima) eru hvatning (e.
motivation) (Salas, Cooke og Rosen, 2008), menningarlegir þættir (e. cultural factors) (Salas o.fl.,
2008), færni (e. skills) (Driskell, Salas og Hughes, 2010), viðhorf (e. attitudes) (Driskell o.fl. , 2010) og
vitrænir þættir (e. cognitive factors). Vitrænir þættir eins og vitrænir fjölbreytileikar (e. cognitive
diversity) (Sauer, Felsing, Franke og Ruttinger, 2006), örvitrænir þættir (micro-cognitive factors)
mannshugans (eins og athyglisstjórnun (e. attention management), minni osfrv.) (Palmqvist,
Bergstrom og Henriqson, 2012) og vitræn geta (e. cognitive ability) (Salas et al., 2008). Hegðun
liðsmanna, eins og frumkvæðis félagsleg hegðun (e. proactive socialization) (Pennaforte, 2017)
getur haft áhrif á frammistöðu.
Samskipti (e. communication)
Líta má á samskipti sem innri eða ytri samskipti (Sivasubramaniam, Liebowitz, & Lackman, 2012).
Hægt er að meta innri samskipti út frá samskiptatíðni (Patrashkova-Volzdoska, McComb, Green, &
Compton, 2003), verkfærum sem veitt eru til að auðvelda samskipti, eðli samskipta og stig
samskipta (DeFranco, Neill, & Clariana, 2011). Líta má á munnleg samskipti sem eina gerð
samskipta eða safn orðaskipta (e. verbal episodes) (Menekse, Purzer, & Heo, 2019). Til eru þrjár
gerðir af þáttum: spurningar, átök og rökhugsunarskipti (e. reasoning episodes) (Menekse et al.,
2019). Munnleg samskipti má magntaka t.d. með: fjölda framsagna (e. utterance), fjölda orða í
framsögn eða lengd framsagna en ekki sem tónfall eða líkamsmál (Macht & Nembhard, 2015). Ekki
eru öll samskipti gagnleg og misskilningur kemur ítrekað fram. Misræmi í samskiptum má flokka í
6 stig, frá I til VI. Stig I er að yfirfærsla merkingar er í eðli sínu gölluð (e. meaning-transfer inherently
flawed), stig II er minni háttar misskilningur eða mistúlkun venja (e. minor misunderstandings or
misreadings routine), stig III er álitnir persónulegir annmarkar (e. presumed personal deficiencies),
stig IV er markmiðatenging (stjórn, tengsl, sjálfsmynd, verkfærni) (e. Goal-referenced (control,
affiliation, identity, instrumentality)), stig V er menningarlegur munur á tungumáli og
samskiptamynstri (e. Group/cultural norm differences in language and communication) og að
lokum er stig VI hugmyndafræðilegur rammi samskipta; félags-menningarlegt valdaójafnvægi (e.
Ideological framings of talk; socio-cultural power imbalances) (Brewer & Holmes, 2016).
Innri samskiptin er einnig hægt að meta með samstarfsgæðum (e. Collaboration Quality) sem
bjóða upp á heildstætt mat sem sameinar: umfang umræðna, dýpt sameiginlegs framlags sem
byggir á hugmyndum liðsmanna, útfærslu hugmynda liðsmanna, notkun á hvernig/ hvers vegna
spurningum við að kanna hugmyndir liðsmanna og sameiginlegt eðli ákvarðana (Menekse,
Higashi, Schunn, & Baehr, 2017). Með ytri samskiptum er átt við samskipti utan teymisins, til
skipuheildarinnar eða viðskiptavina. Forysta getur haft mikil áhrif á samskipti innan hópsins og er
t.d. umbreytingarforysta (e. Transformational leadership) með persónulegri viðurkenningu,
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR 2021- 27- (1)