Verktækni - 2021, Blaðsíða 25

Verktækni - 2021, Blaðsíða 25
 Icelandic Journal of Engineering // Verktækni Verkfræðingafélag Íslands // Association of Chartered Engineers in Iceland - https://www.ije.is 25 Mynd 3 Laus jarðlög og fylling í Kópavogi, 3-vídd. Sigeiginleikar – áætlaðir Sigeiginleikar fyllingarinnar voru því ákvarðaðir út frá samanburði við viðkomandi eiginleika úr prófunum á sýnum úr svipuðum botnlögum á Reykjavíkursvæðinu. Miðað var við að í sigreikningum yrði notuð aðferð N. Janbu og lagt til að eftirfarandi eiginleikar yrðu notaðir: Tafla 7 Sigeiginleikar notaðir í fyrstu sigreikningum Efni Efniseiginleikar Rúmþyngd [kN/m³] m-gildi rs [σ > pc] cv [cm²/mín.] Fínsandur 17 20 500 1,0 Sylti 17 15 250 0,5 Þessi gildi eru trúlega nærri lagi og þá sem meðalgildi fyrir hvora jarðlagsgerð sem er. Að hinu er þó að gæta að jarðlögin þarna eru að því er virðist ekki einsleit, ýmist fínsandur eða sylti á stóru svæði heldur einhvers konar blanda þessara efnisgerða svo að mjög nákvæma þekkingu á þykkt og efnisgerð þyrfti svo ætti að vera unnt að segja með nákvæmni og vissu fyrir um hegðun botnlaganna undan álagi á einhverjum stað. Því þótti nærtækara og líklegra til viðunandi árangurs að fergja byggingarreitina og fylgjast grannt með sigi undan farginu sem var gert. Af sjálfu leiðir að í sigreikningum þarf enn fremur að gera ráð fyrir sigi í sjálfri fyllingunni, en þar sem fyllingarmölin er fremur grófgerð kemur sig í henni fram jafnóðum og álag eykst. Enn fremur þótti ljóst að leiðrétta þyrfti töluleg gildi efniseiginleika í ljósi niðurstaðna sigmælinga á hverjum stað. AÐRAR GREINAR 2021- 27- (1)

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.