Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 8

Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 8
8 Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam um 350 milljörðum króna á ný- liðnu ári. Það jókst um 18% frá árinu 2021 og um 22% í erlendri mynt. Í um- fjöllun á Radarnum, mælaborði sjávar- útvegsins, segir að jafnvel þó leiðrétt sé fyrir verðbólgu erlendis þá séu þessi verðmæti þau mestu sem ís- lenskar sjávarafurðir hafi skilað á einu ári. Gjöfull desember Eftirtekjan í sjávarútvegi í desember- mánuði var veruleg því samkvæmt bráðabirgðatölum voru þau ríflega 33 milljarðar króna, sem er 37% aukning í krónum frá desember 2021. Aukningin var minni í erlendri mynt, eða 34% þar sem gengi krónunnar var að jafnaði ríf- lega 3% lægra desember 2022 en í sama mánuði 2021. Verðmæti jukust í öllum vinnsluflokk- um í desemer að frátöldum frystum heil- um fiski. Útflutningsverðmæti lýsis tvö- földuðust milli ára og sömuleiðis var mikil aukning í flokknum „aðrar sjávar- afurðir.“ Veruleg áhrif af loðnu og Úkraínustríði „Það eru ótal þættir sem koma við sögu sem hafa áhrif á útflutningsverðmæti sjávarafurða frá einu ári til annars,“ segir í umfjölluninni. „Í fyrra bar einna hæst til tíðinda stór loðnukvóti sem skilaði sér í einni verð- mætustu loðnuvertíð sögunnar. Eins hafði sú mikla hækkun sem var á verði sjávarafurða erlendis veruleg áhrif, enda vó hún upp og gott betur þann samdrátt sem varð á aflamagni mikil- vægra botnfisktegunda, sér í lagi þorsks.  Tæknivæðing í fiskvinnslu á síðustu árum hefur hjálpað sjávarútvegsfyrirtækjunum að hámarka verðmæti aflans og afurðanna. Metár að baki í útflutningsverðmæti sjávarafurða  Trollið tekið um borð. Sjávarútvegur

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.