Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Síða 10

Ægir - 01.01.2023, Síða 10
10  Metárið 2022 í samanburði við síðustu ár. Ólíklegt er í ljósi fregna af stöðu loðnustofnsins að þetta met verði slegið í ár.  Hér má sjá sveiflurnar í verðmæti fiskimjöls og lýsis. Fara þarf aftur um 44 ár til að sjá hærra hlutfall þessara afurða. Sú mikla hækkun á afurðaverði kom þó vissulega ekki af hinu góða, enda skýrist hún að hluta til af innrás Rússa í Úkra- ínu. Fyrir innrásina hafði fiskverð farið hækkandi í takti við batnandi aðstæður á mörkuðum og áhrifin af kórónuveiruf- araldrinum minnkuðu. Sú mikla óvissa sem áhrif stríðsins leiddi til, og þær við- skiptaþvinganir sem Vesturlöndin gripu gegn Rússlandi, stuðlaði að frekari verð- hækkunum.“ Verkefnið að hámarka verðmætin Burtséð frá þessum áhrifum segir í um- fjöllun Radarsins að íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum hafi tekist vel að há- marka verðmæti úr takmörkuðum afla. Það sé ekki sjálfgefið. „Vissulega er útflutningsverðmæti ekki algildur mælikvarði á stöðu sjávar- útvegs. Til að mynda hefur sá mikli sam- dráttur sem orðið hefur á aflaheimildum í þorski gert fyrirtækjum erfiðara um vik að útvega nægt hráefni til þess að halda vinnslum gangandi og tryggja heilsársstörf. Hækkun á verði var heldur ekki bundin við verð á sjávarafurðum, enda var allt að hækka, þar með talið flestir kostnaðarliðir sjávarútvegsfyrir- tækja við framleiðslu og útflutning.“ Vægi mjöls og lýsis ekki meira í 44 ár Það er væntanlega ein af birtingar- myndum loðnuvertíðarinnar í þessum tölum að útflutningur á fiskimjöli og lýsi jókst stórlega, líkt og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Þannig nam útflutningsverð- mæti fiskimjöls rúmlega 37 milljörðum króna á árinu 2022, sem er 132% aukning á milli ára á föstu gengi. Útflutnings- verðmæti lýsis var liðlega 30 milljarðar króna, sem er 145% aukning á milli ára. Vó fiskimjöl og lýsi þar með hátt í fimmt- ung af útflutningsverðmætum sjávaraf- urða á árinu. Þessar afurðir hafa ekki verið hærra hlutfall frá árinu árinu 1978.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.