Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 16

Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 16
Sjávarútvegurinn breyttist með tilkomu kvótans „Tilkoma kvótakerfisins er vafalítið stærsta breytingin í íslenskum sjáv- arútvegi á þessum tíma sem ég hef fylgst með í greininni og í því sam- bandi verður að rifja upp hvernig staðan var í aðdraganda þess að kvótakerfinu var komið á. Árið 1976 fóru erlendu skipin úr lögsögunni og muni ég rétt var þá verið að veiða um 500 þúsund tonn af þorski í lögsögunni. Við héldum að með því að koma Bretunum, Þjóðverjunum og öðrum út þá gætum við veitt frjálst og nokkuð stjórnlaust. En reksturinn var bágur hjá fyrir- tækjum í greininni á þessum tíma og þá átti svarið að vera að byggja skut- togara og að þeir ættu helst að vera til í hverju plássi. Flestir urðu skuttogar- arnir 102, muni ég rétt, og álagið orðið alltof mikið á fiskimiðin. Það er við þessar aðstæður sem kvótakerfið kom til sögunnar árið 1984 og þegar litið er til baka þá fór það að breyta smám saman hugsuninni í sjávarútvegi úr magnveiði yfir í að gera eins mikið afl- anum og mögulegt er með tæknivæð- ingu í fiskvinnslunni. Þetta hefur leitt til þess að engin þjóð nær eins miklu út úr hverju kílói af veiddum fiski og Íslendingar gera í dag,“ segir Hjörtur Gíslason, sem lét af ritstjórn sjávarút- vegsfréttavefsins Auðlindarinnar nú um áramótin. Hjörtur starfaði við sjávarútvegsfréttamennsku í yfir 40 ár, lengst á Morgunblaðinu en skrifaði auk þess bækur um sjávarútveg og var síðustu árin ritstjóri Auðlindar- innar, samhliða því að skrifa greinar í tímaritið Ægi og Sóknarfæri í sjávarút- vegi. Ljósmyndari hjá Halldóri Blöndal Hjörtur er fæddur og uppalinn á Akur- eyri og þar segist hann fyrst hafa fengið nasaþefinn af fjölmiðlun 13 ára gamall þegar hann fékk birta mynd af Andapollinum á Akureyri í blaðinu Ís- lendingi. Ritstjóri Íslendings var Hall- dór Blöndal, fyrrum þingmaður og ráðherra, og Halldór tók í framhaldinu Hjört með sér sem ljósmyndara í viðtal í Netagerðina á Akureyri. Myndavélin var Kodak með 12 mynda filmu! Hjörtur byrjaði í fastri vinnu sem blaðamaður á Mogganum vorið 1980 eftir að hafa verið í lausamennsku við íþróttaskrif veturna þar á undan sam- hliða námi í Háskóla Íslands. „Ég fikr- aði mig smám saman yfir í sjávarút- veginn á Mogganum og árið 1982 varð hann á minni könnu. Enda eini blaða- maðurinn á ritstjórninni á þeim tíma 16  Hjörtur Gíslason með höfnina í Grindavík að baki sér. Hann gerði skrif um sjávarút- veg að lífsstarfi sínu og segir hafa verið áhugavert að fylgjast með þeim gríðarlegu breytingum sem orðið hafa í þessari atvinnugrein á síðustu áratugum.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.