Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 21
21 Ægisviðtalið ar þau voru fulllestuð. Enda voru menn yfirleitt hundblautir í vinnunni á dekk- inu. Það komst samt upp í vana að vera á þessum bátum sem gekk yfir en sann- arlega var þetta ekki spennandi þegar siglt var í vondum veðrum eins og gjarnan var ef við fórum til löndunar í Færeyjum. Sá leggur gat verið mjög leið- inlegur og mikill sjór. En ég var aldrei smeykur. Maður venst því eins og öðru,“ segir Bjarki. Allir með sitt hlutverk á nótaveiðunum Á sínum ferli hefur Bjarki lengstum ver- ið á Sigurði VE-15, bæði þeim gamla og núverandi Sigurði VE-15 sem kom nýr til Vestmannaeyja árið 2014. Eldra skipið var byggt í Þýskalandi sem síðutogari og kom til landsins árið 1960, einn af fjórum síðutogurum yfir 1000 tonnum sem byggðir voru þar ytra fyrir íslenskar út- gerðir. Skipið var smíðað fyrir Ísfell, út- gerð Einars ríka á Flateyri og bar í fyrstu einkennisstafina ÍS-33 en var í reynd alltaf gert út frá Reykjavík og fékk fljótlega einkennisstafina RE-4. Hrað- frystistöð Vestmannaeyja eignaðist skip- ið árið 1984 og Ísfélagið varð eigandi þess árið 1992 þegar fyrirtækin tvö sam- einuðust undir nafni þess síðarnefnda. Bjarki var stýrimaður á gamla Sigurði í fjöldamörg ár og var þar í brúnni með hinum nafntogaða aflaskipstjóra Krist- birni Árnasyni, sem flestir þekkja undir nafninu Bóbó. Áður hafði Bjarki verið á nótaveiðum á Ísleifi VE í 14 vertíðir og þar með öðrum þekktum aflaskipstjóra, Gunnari Jónssyni. „Þegar verið er á nótaveiðum þá er kerfið þannig að skipstjórinn sér alltaf um að kasta nótinni en stýrimaður og skipstjóri skiptast á vöktum í brúnni á flottrollsveiðunum. Þetta er eitt af því sem gerir nótaveiðarnar frábrugðnar, þær eru sérhæfðar og það þarf allar hendur um borð þegar verið er á nót. Allir hafa sitt hlutverk um borð og nóta- veiðarnar eru mikið samvinnuverkefni áhafnarinnar. Það má ekkert klikka þeg- ar búið er að sleppa nótinni. Og svo er fyrirkomulagið líka þannig að þegar nót- in er dregin þá sér stýrimaðurinn um að stjórna blökkinni úti á dekki. Og alltaf er Skemmtileg- ast á nóta- veiðunum Bjarki Kristjánsson, stýrimaður á Sigurði VE-15, í Vestmannaeyjum hefur helgað sig uppsjávarveiðunum frá því hann kynntist þeim fyrst fyrir 40 árum

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.