Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 22
22 svo spennan hjá öllum hvernig til hafi tekist í kastinu,“ útskýrir Bjarki. „Nóta- veiðarnar eru að þessu leytinu til tals- verð kúnst og margir þættir sem spila saman. Það er kúnst að ná utan um torf- una, snurpa og ná þessu á síðuna svo vel takist til. Sumum er þetta betur lagið en öðrum, eins og gengur. Eitt sem inn í þetta spilar er líka að þegar er verið á nótaveiðum er gjarnan þröngt á miðun- um og þarf því að gæta að öðrum nálæg- um skipum. Í þrengslum getur verið erfitt að athafna sig á stórum og þung- um skipum eins og við erum með í dag, sér í lagi í vondu veðri. Í þeim aðstæðum geta nótaveiðarnar verið dálítið stress- andi. En það eru allir meðvitaðir um þetta á miðunum, hugsa eins og hjálpast að ef einhver lendir í vandræðum, fær í skrúfuna eða eitthvað slíkt. Þó menn séu í samkeppni á skipunum þá er líka mikil samvinna.“ Nálægt því að missa nótina Bara aflamagnið sem núverandi Sigurð- ur VE ber miðað við þann gamla segir mikla sögu um breytinguna milli skipa. Fullfermi á þeim gamla var um 1.500 tonn en nýrra skipið tekur hátt í 2.700 tonn. Byggingarlag skipanna er gjörólíkt og sá nýrri með mikið fríborð. Þrátt fyrir fullfermi segir Bjarki að vart sjáist að skipið sígi mikið í sjó. Hann segir bæði skipin góð sjóskip, þó ólíku séu. „Það er eiginlega ekki hægt að líkja þessum skipum saman. Vinnuaðstaðan er allt önnur og menn ekki blautir á dekkinu eins og í gamla daga. En á móti kemur að þegar skip eru orðin svona stór og þung þá er hætta á nótaveiðun-  Nýi Sigurður VE kom árið 2014. Bjarki segir það hafa verið mikla byltingu að færa sig af gamla Sigurði yfir á þann nýja.  Gamli Sigurður VE var glæsilegt og mikið aflaskip. Þar var Bjarki stýrimaður um árabil.  Loðnan streymir í lestarnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.