Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 28
Ísfell var stofnað í febrúar 1992 af
Pétri Björnssyni, Hólmsteini Björns-
syni, Páli Gestssyni og Jóni Leóssyni.
Upphafleg starfsemi fyrirtækisins
fólst í innflutningi á veiðarfærum og
efnum til veiðarfæragerðar. Með innri
vexti, uppkaupum og sameiningu á
fyrirtækjum sem falla vel að starfsemi
fyrirtækisins er Ísfell í dag leiðandi
þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi.
Undanfarin ár hefur Ísfell verið valið
af Creditinfo sem framúrskarandi
fyrirtæki í rekstri. Aðeins 2% fyrir-
tækja á Íslandi komast á þennan lista
á hverju ári.
Átta starfsstöðvar
Ísfell rekur þjónustustöðvar um land allt;
Akureyri, Hafnarfirði, Húsavík, Ólafs-
firði, Patreksfirði, Sauðárkróki, Vest-
mannaeyjum og Þorlákshöfn. Þjónusta
fyrirtækisins markast af góðu úrvali af
gæðavörum, áreiðanleika gagnvart við-
skiptavinum og framúrskarandi hópi
starfsfólks með víðtæka þekkingu.
Ísfell leggur mikla áherslu á vöru-
þróun og hefur fyrirtækið verið leiðandi
í hönnun, þróun, framleiðslu og sölu á
veiðarfærum, ásamt sölu á útgerðar-,
fiskeldis-, björgunar-, bindivörum, hífi-
lausnum og ýmsum rekstrarvörum. Í
vöruþróunarferli fyrirtækisins er m.a.
notast við tölvuhermun og prófanir í
straumtanki til að ná fram þeim eigin-
leikum veiðarfæranna sem til er ætlast. Í
þessu ferli er öflugt samstarf við not-
endur veiðarfæranna gríðarlega mikil-
vægur þáttur í nýsköpun og stuðlar að
stöðugum umbótum innan fyrirtækisins.
Vel heppnuð tankferð
Farið var að í tankferð Ísfells SINTEF í
Hirtshals í Danmörku dagana 15.-18.
nóvember síðastliðinn. Metfjöldi þátttak-
enda var þetta árið og mikil ánægja ríkti
með ferðina. Framkvæmdar voru tank-
tilraunir á nýjum veiðarfærum og sýnd-
ar uppfærslur á eldri gerðum. Tanktil-
raunirnar gefa sýn á það hvernig veið-
arfærin virka í sjónum við raunveruleg-
ar aðstæður og hvernig þau bregðast við
ákveðnum breytingum. Með þessu fyrir-
komulagi fá þátttakendur einstaka sýn á
ólíkar útfærslur veiðarfæra. Veiðarfærin
eru sérsniðin að þörfum hvers og eins,
fyrir ólíkar aðstæður og fisktegundir.
Lögð er rík áhersla á að mótstaða
veiðar færanna sé sem minnst þannig að
þau séu létt í drætti og veiðihæfni sé
góð. Á síðustu árum hafa verið að koma
ný og betri efni fyrir veiðarfæri sem
hafa skilað sér í enn betri árangri og
endingu sem lágmarkar viðhaldskostn-
að. Þar má nefna hefðbundið PE net,
Compact PE net, Dyneema net og tóg
ásamt straum-línulöguðum trollkúlum
(Hydro-Dynamic)
Þjónustustöðvar sem
takast á við flest
Þjónustustöðvar Ísfells eru vel útbúnar
til að takast á við flest verkefni sem
snúa að viðhaldi og framleiðslu veiðar-
færa ásamt því bjóða mikið úrval af út-
gerðarvörum. Öflug víraþjónusta er ein
af lykilþáttum starfseminar. Vírastrekk-
ing á togvírum sem spólað er af strekk-
ispili á vindur skipsins undir jöfnu átaki.
Strekking og röðun togvírs undir réttu
átaki getur aukið endingartíma vírsins.
Strekking á togvír hefur einnig sýnt
fram á umtalsverðan tímasparnað þar
sem vírinn er strekktur um borð við
bestu mögulegar aðstæður. Ísfell hefur í
áraraðir boðið fyrsta flokks togvíra frá
Bridon-Bekaert.
Vöruúrval Ísfells er mjög fjölbreytt
þegar kemur að veiðarfærum og hægt er
að nálgast þær á heimasíðu fyrirtækis-
ins, isfell.is og kynningar á vörum eru
ávallt að birtast á samfélagsmiðlum fyr-
irtækisins.
Ísfell um allt land
Prófanir í á veiðarfærum eru mikilvægur hluti þróunarferlis þeirra.
Víraþjónusta er meðal mikilsverð-
ustu þátta í starfsemi fyrirtækisins.
Ísfell býður meðal annars upp á
strekkingu víra og það sparar
útgerðum mikinn tíma.
28
Tankferð Ísfells var farin til Hirtshals í Danmörku í
nóvember síðastliðnum og var metþátttaka í henni.
Veiðarfæri & veiðitækni