Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2023, Page 30

Ægir - 01.01.2023, Page 30
30 Æ meira er hugað að umhverfismálum í sjávarútvegi og það snýr ekki aðeins að notkun veiðarfæra og áhrifum þeirra á umhverfið heldur og ekki síð- ur að því hvað verður um veiðarfærin þegar þau hafa lokið sínu hlutverki. Líkt og í öllu öðru byggjast endur- vinnslumöguleikarnir á því hvaða efni eru notuð í veiðarfærin og þeir eru sífellt að aukast og svo sannar- lega eiga veiðarfærin líf eftir að hafa þjónað íslenskum útgerðum. Taka höndum saman um söfnun notaðra veiðarfæra Í samantekt Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi segir að þau sjávarútvegsfyrir- tæki sem undirrita stefnu um samfélags- ábyrgð undirgangist m.a. skuldbindingar um að sjá til þess að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til efndur- vinnslu. Sem lið í samfélagsstefnunni hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og íslenskar veiðarfæragerðir tekið í notk- un nýtt og endurbætt skilakerfi veiðar- færa. „Samkvæmt fyrri framkvæmd samdi SFS við eina móttökustöð, sem staðsett var í Reykjavík. Nú hafa hins vegar stærstu veiðarfæragerðir landsins, ásamt nokkrum netaverkstæðum út- gerða, gengið til liðs við skilakerfið. Þetta hefur í för með sér umfangsmikla fjölgun móttökustöðva um land allt, en alls hafa 14 nýjar móttökustöðvar opnað við helstu fiskihafnir um land allt. Mót- tökustöðvar eru því í mikilli nálægð við meginþorra handhafa veiðarfæraúr- gangs, sem stuðlar að auknum skilum og endurvinnslu. Önnur nýmæli nýja skilakerfisins eru aukin fræðsla og forvarnir, aðgerðir sem miða að því að sporna við plastmengun í hafi og á ströndum, metnaðarfull mark- mið um söfnun, endurvinnslu og endur- nýtingu veiðarfæraúrgangs og skýr og reglubundin upplýsingagjöf og eftirlit,“ segir í samantekt SFS. Liður í sjálfbærni og góðri umgengndi um auðlindina En hvað verður um veiðarfæraúrgang- inn? Hann fer að stærstum hluta til Lit- háen, Danmerkur og Hollands en ekki er síður áhugavert er að sjá hvaða hlutverk veiðarfæraúrgangurinn fær að endur- vinnslu lokinni. Efnin eru notuð í raf- og bílaiðnað, húsgagnaframleiðslu og há- tískuiðnað, svo dæmi séu nefnd. „Ekki eru öll veiðarfæri endurvinnanleg en unnið hefur verið að því síðustu misseri að stórauka möguleika til endur- vinnslu veiðarfæra og bættust nýjar leiðir fyrir endurvinnslu inn í kerfið í lok síðasta árs. Það er von samtakanna að vel takist til í samstarfi allra þeirra aðila sem hagsmuna hafa að gæta við meðhöndlun og endurvinnslu veiðarfæra. Endur- vinnsla veiðarfæra er mikilvægur liður í því að tryggja sjálfbæra nýtingu auð- lindarinnar og góða umgengni við haf- ið,“ segir í samantekt SFS. Trollið fær nýtt líf hjá BMW Líkt og fyrr er nefnt getur leið endur- unnu veiðarfæranna legið inn í bílaiðn- aðinn og þýski bílaframleiðandinn BMW hefur ákveðið að nota efni úr endurunn- um trollum í nýja rafbílalínu fyrirtækis- ins sem kemur til með að heita Neue Klasse og verður kynnt árið 2025. Á þessu vakti Hampiðjan athygli í umfjöll- un fyrirtækisins um endurvinnslu veið- arfæra í haust með vísan í kynningar- efni þýska bílaframleiðandans sem ætlar sér að safna saman notuðum veiðarfær- um frá höfnum um allan heim. Danska fyrirtækið Plastix tekur við öllu polyet- hylene trollefni frá Hampiðjunni en næl- on er endurunnið hjá Poliverktris í Lit- háen og norska fyrirtækinu Nofir. Hrá- efni frá öllum þessum fyrirtækjum mun BMW nýta í sinni rafbílaframleiðslu og hefur framleiðandinn sett sér það mark að endurunnið efni í BMW bílum verði um 40% árið 2030, sem yrði tvöföldun frá því sem nú er. Veiðarfæri & veiðitækni Úrelt veiðarfæri öðlast nýtt líf  Endurvinnsla veiðarfæra eykst hröðum skrefum og eru efnin notuð á ný í m.a. bílaframleiðslu, húsgagnaframleiðslu og hátískuiðnaði. Mynd: Þorgeir Baldursson  Þýski bílaframleiðandinn BMW er nú að þróa nýja línu rafbíla sem verður sett á markað árið 2025. Í þessari línu verður áhersla á að nota endurunnin plastefni sem koma úr notuðum veiðarfærum, t.d. frá Íslandi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.