Ægir - 01.01.2023, Side 33
Svokallaðar rafrænar ferilbækur eru
að ryðja sér rúms í öllu iðnnámi og
það á einnig við um nám í veiðarfæra-
tækni hjá Fisktækniskóla Íslands. Ás-
dís Vilborg Pálsdóttir, verkefnisstjóri
hjá Fisktækniskólanum, segir þessa
tækninýjung auðvelda vinnu bæði
nemenda og kennara og sér í lagi sé
þetta tæki nemendum hjálplegt sem
stunda nám í skólanum samhliða fullri
vinnu. Það á við um flesta nemendur í
Fisktækniskólanum og eru þeir í störf-
um bæði á sjó og landi.
Nýtt og gagnlegt hjálpartæki
„Rafræn ferilbók er í reynd eins og
handbók þar sem nemendur hafa skil-
greiningar á einum stað um starfsferla,
starfalýsingar, hæfnikröfur og annað
sem að námi þeirra snýr. Síðan hefur
nemendinn samvinnu við sinn tilsjónar-
mann í náminu og getur fyllt úr í feril-
bókina, sett inn í hana myndir af verk-
efnum sem hann leysir, bæði kyrrmyndir
og lifandi myndir og þannig búið til safn
um hvern verkþátt. Þannig getur tilsjón-
armaðurinn farið yfir rafrænu verkbók-
ina og farið með nemandanum yfir
hvernig hann vinnur verkefnin og
hvernig hann leysir þau með hliðsjón af
kröfum og verklýsingum, hvað kunnáttu
þarf að bæta og svo framvegis. Þessi
tækni er því mjög gagnleg nemendum
sem eru fylgnir sér í verknáminu og vilja
ljúka því hratt og vel. Ekki síst finnst
mér þetta stórt skref fyrir sjómenn og
margir þeirra eru í námi í veiðarfæra-
tækni og aðrir sem hafa mikinn hug á að
auka þekkingu sína á því sviði. Öll hjálp-
artæki af þessu tagi eru því fagnaðar-
efni og styrkja þjónustu okkar sem
vinnum að því alla daga að styrkja og
auka námsframboð í sjávarútvegi. Mark-
mið okkar er alltaf að geta mætt fólki í
greininni sem hefur hug á að fara í nám
á heimavelli og að það geti stundað sína
vinnu samhliða námi, jafnt sjómenn sem
landverkafólk. Rafræn ferilbók er nýtt
hjálpartæki sem ég vona innilega að
bæði tilsjónarmenn nemenda í iðnnámi
og fyrirtæki sem hafa iðnnema í vinnu
nýti sér til fullnustu,“ segir Ásdís.
Sextán nemendur í
veiðarfæratækni
Nokkrir nemendur á framhaldsskólaaldri
eru nú í veiðarfæratækninámi og í verk-
námi hjá netagerðunum og blasir því við
að langþráð nýliðun er að einhverju
marki að verða að veruleika á komandi
árum.
„Við sjáum að vöxtur fiskeldis hefur
ýtt undir áhuga á veiðarfæratækninámi
því þörf er á fólki með þekkingu á netum
hjá fiskeldisfyrirtækjunum en almennt
eru mörg tækifæri í sjávarútvegi fyrir
fólk sem lokið hefur veiðarfæratækni,“
segir Ásdís.
Sextán nemendur eru nú í námi í
veiðarfæratækni í Fisktækniskóla Íslands
og hefur aðsókn í þetta nám sem aðrar
brautir skólans slegið öll met að undan-
förnu. „Sem dæmi erum við með 45 nem-
endur í þremur hópum í fullu námi í fisk-
eldi, það er ásókn Marel-námið, gæða-
stjórnina og annað sem við bjóðum. Það
er því óhætt að segja að nú þegar skól-
inn fagnar 10 ára afmæli blómstri hann
sem aldrei fyrr hvað aðsókn varðar,“
segir Ásdís.
Sextán nemendur stunda nú nám í veiðar-
færatækni við Fisktækniskóla Íslands.
Rafrænar ferilbækur auðvelda
sókn í veiðarfæratækninám
Veiðarfæri & veiðitækni
33