Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Síða 34

Ægir - 01.01.2023, Síða 34
34 Uppsjávarskipið Venus NS tók síðast- liðið vor í notkun MLD toghlera og trollstjórnunarkerfi sem Bergur Ein- arsson, skipstjóri, segir vera stærsta framfaraskref í trollveiðitækni á síðari árum. Venus hefur notað hlerana og stjórnkerfið við veiðar á kolmunna, makríl, síld og loðnu með góðum ár- angri og segir Bergur að kostir búnað- arins og kerfisins sé fjölmargir. Toghlerunum stjórnað eins og flugvél Til einföldunar mætti á margan hátt líkja uppbyggingu MLD toghleranna við vængbörð á flugvélum en fjarstýranlegir flapsar á hlerunum gera að verkum að skipstjórinn getur fært hlerana auðveld- lega til í sjónum, aukið dýpt flottrollsins eða minnkað eftir því sem við á. „Einn af stóru kostunum er sá að nú erum við með eitt hlerasett fyrir allar veiðar. Áður þurftum við oft að breyta hlerum fyrir hverja fisktegund enda flottrollin misstór eftir því á hvaða veið- um við erum hverju sinni. MLD hlerunum getum við hins vegar breytt í gegnum trollstjórnunarkerfið úr brúnni meðan við erum að draga og það sparar okkur bæði tíma og vinnu,“ segir Bergur. „Mér finnst kostir hleranna koma best í ljós í yfirborðsveiðinni á makríl því við getum fyrirskipað í stjórnunarkerfinu að hlerarnir séu á 15 metra dýpi og þá halda þeir sig þar, sama þó við beygjum skip- inu, sláum af, aukum toghraðann eða hvað við gerum. Þetta er mikill munur samanborðið við hefðbundna hlera sem alltaf er hætta á að komi upp úr þegar er verið að snúa á toginu. Þá getur annar hlerinn komið upp úr og hinn farið niður. Slíkt gerist ekki með MLD hlerana og samantekið þá þýðir þetta auðvitað að trollið er alltaf í fullri virkni,“ segir Berg- ur. Léttari dráttur og minna álag á skip og vindukerfi Samskiptin við hlerana eru þráðlaus úr brú skipsins og svörun er hröð. Þannig getur skipstjórinn breytt flothæð trolls- ins í sjónum eftir því sem sést á lóðning- um, fært trollið upp eða niður eftir því hvernig lóðningin er. Með sama hætti er hægt að breyta hlerabili og þar með opn- un trollsins eftir því sem þörf er á meðan á toginu stendur og gefa kerfinu fyrir- mæli um að halda ákveðinni opnun. Fleiri kosti mætti nefna, s.s. að hægt er að halda fastri fjarlægð frá botni og leið- rétta í kerfinu fyrir hliðarstraumi þannig að lögun trollsins haldist alltaf sú sama, þrátt fyrir hliðarstrauma. „Það sem ég tek líka eftir er að þegar hlerarnir eru dregnir í yfirborðinu þá þarf talsvert minni kraft til að halda þeim uppi vegna þess að þeir sjá eigin- lega um það sjálfvirkt. Okkur finnst að allur dráttur á flottrollinu sé átakaminni og liðugri en áður. Það skilar sér í minna álagi á togvírana og allan vindubúnað skipsins þannig að ávinningurinn af þessum búnaði birtist í því, minni olíu- eyðslu og ýmsu öðru,“ segir Bergur og nefnir kolmunnaveiðar sem dæmi um að með þessari aðgengilegu stjórnun á troll- inu sé hægt að halda veiðhæfni þess lengur og fækka þannig köstum og tog- um. Á kolmunaveiðunum í vetur hafi MLD TSS trollstjórnunarkerfið um borð í Ven- usi reynst mjög vel. „Fyrir skipstjórnend- ur var mikill munur að geta haft fulla stjórnun á toghlerunum úr brúnni. Þegar togað var í langan tíma á kolmunaveið- um þá náðist að halda fullri opnum á trollinu allt togið með því að stilla MLD hlerana, bæði í miklum hliðarstraumi og einnig þegar toghlerarnir fóru að dragast saman sökum afla í trollinu,“ segir Berg- ur. Upphafið að tæknibyltingu í togveiðunum En er í ljósi reynslunnar hægt að fullyrða að MLD hlerarnir og trollstjórnunarkerfið skili sér í meiri afla? Bergur segir reynslutímann of stuttan til þess að hægt sé að fullyrða slíkt út frá tölum. „Ég er hins vegar alveg sannfærður um að svo sé, einfaldlega vegna þess að það er hægt að vera með hlerana og trollið nákvæmlega þar sem við sjáum lóðningar,“ segir Bergur. MLD hlerabúnaðurinn er dönsk fram- leiðsla sem fyrirtækið Sónar ehf. er um- boðsaðili fyrir hér á landi. Toghlerarnir á Venusi NS eru 12 fermetrar að stærð en eru þannig útfærðir að skipstjórinn get- ur stækkað þá upp í 16,7 fermetra þegar mest er. „Á Venusi gætum við t.d. ekki verið með hefðbunda 16,7 fermetra hlera stærðarinnar vegna þannig svo að við fáum mikið út úr þessum hlerum. Vissu- lega er um að ræða verulega fjárfestingu í þessum búnaði; hlerunum, botntykkinu og trollstjórnunarkerfinu en ég er ekki í nokkrum vafa að hún skilar sér. Bara það eitt að geta nýtt sama hleraparið fyrir allan veiðiskap sparar mikla fjármuni. Ég segi óhikað að þetta kerfi er eitt mesta framfaraskref sem stigið hefur verið í veiðarfærum og veiðarfæratækni í mjög langan tíma og er vafalítið upphafið að nýrri þróun í togveiðum,“ segir Bergur að lokum. MLD toghlerarnir stærsta fram- faraskref í togveiðum langan tíma segir Bergur Einarsson, skipstjóri á Venusi NS  Bergur Einarsson, skipstjóri á uppsjávarskipinu Venusi NS.  MLD toghlerarnir á skut Venusar. „Einn af stóru kostunum er sá að nú erum við með eitt hlerasett fyrir allar veiðar,“ segir Bergur skip- stjóri. Veiðarfæri & veiðitækni

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.