Ægir

Volume

Ægir - 01.01.2023, Page 35

Ægir - 01.01.2023, Page 35
35 Iðnaðarsýningin 2023 verður í Laugardalshöll um mánaðamótin ágúst-september. Það er fyrir fyrir- tækið Ritsýn sf. sem stendur að sýn- ingunni en fyrirtækið hélt þrjár sýningar í Laugardalshöll á haust- dögum 2022, þ.e. sjávarútvegssýn- ingu, landbúnaðarsýningu og fag- sýninguna Stóreldhúsið. Allar voru sýningarnar fjölsóttar og sumar þeirra slógu aðsóknarmet. Iðnaðar- sýningin 2023 hefst fimmtudaginn 31. ágúst og stendur í þrjá daga, til laugardagskvölds. Víðtæk og áhugaverð sýning Í frétt frá Ritsýn segir að nú þegar hafi fjöldi fyrirtækja og stofnana pantað bása enda skapist með sýningunni einstakt tækifæri að ná til stórs hóps fagfólks og einnig hins almenna neytanda. „Lögð verður áhersla á að hafa sýn- inguna víðtæka og áhugaverða jafnt á sviði bygginga- og mannvirkjagerðar, orkutækni, hönnunar, hugverka og vist- vænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Sér- staða sýningarinnar er meðal annars fólgin í því að sýnendur fá eins marga boðsmiða; rafræna eða prentaða eins og þeir kjósa. Þannig næst afar vel til mark- hópa. Iðnaður er mjög stór hluti hagkerfis okkar. Samkvæmt hagtölum skapar hann rúmlega um fimmtung landsframleiðsl- unnar. Og þá er aðeins rætt um beint framlag til landsframleiðslunnar. Hið óbeina framlag er mun meira. Iðnaðar- sýningin 2023 spannar hið víða svið iðn- aðarins. Sýningin verður einstakur og spenn- andi vettvangur fyrir vörur og þjónustu og er opið fyrir básapantanir,“ segir í til- kynningu. Iðnaðarsýning í Laugardals- höll í haust  Iðnaður í sinni fjölbreyttustu mynd birtist gestum Iðnarsýningarinnar 2023 um mánaðamótin ágúst-september. Fréttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.