Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Síða 24

Ægir - 01.09.2022, Síða 24
24 þegar gott tilboð barst í gamla björg- unarbátinn hjá sveitinni. „Sá bátur var alveg eins og nýr og þess vegna fengum við mjög gott verð fyrir hann. Það opnaði tækfærið til að ráðast í endurnýjun.“ Útköll á sjó nær undantekningalaust á rauðu Aðspurður um verkefni fyrir sjóbjörg- unarbátinn Hafdísi segir Hans Óli að sveitin fái að jafnaði 6-8 útköll eða beiðnir um aðstoð á sjó á ári. „Okkar svæði má segja að sé lang- leiðina suður undir Hornafjörð og eitt- hvað norður með Austfjörðum. Það er hraðgengur björgunarbátur í Nes- kaupstað og stór en hæggengur bátur á Höfn. Ef eitthvað óhapp verður á sjó þá er útkall á allar sveitir og svo kem- ur bara í ljós hverjir verða fyrstir á staðinn. Það er alltaf miklu betra að fleiri fari af stað en færri. Sjóslys eru líka þess eðlis að útkall er rautt og þar með á hæsta viðbragðsstigi. Um leið og við erum komnir á stað á bátunum á svæðinu þá erum við í sambandi og vinnum saman sem einn maður,“ segir Hans Óli en meirihluti verkefna snýst um aðstoð ef bátar verða vélarvana og draga þarf í land. „Sem betur fer eru útköllin fátíð og oftast snýst þetta um vélarvana báta, t.d. á strandveiðunum á sumrin. Þá er yfirleitt ekki hætta á ferðum nema ef bátarnir eru mjög nærri landi og veð- urlagið þannig að eitthvað verra gæti gerst.“  Tveir 300 hestafla utanborðsmótorar skila bátnum vel áfram.  Hafdís er á þann hátt einstök í framleiðslu bátasmiðjunn- ar Rafnar að hún er yfirbyggð framan stýrishúss sem gefur bátnum mun meira gildi sem björgunartæki. Til hamingju með Hafdísi Við óskum Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði til hamingju með nýja björgunarbátinn Hafdísi SU

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.