Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 25

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 25
25 Alþjóða hafrannsóknaráðið, ICES, gaf fyrir skömmu út ráðleggingar um botnfiskveiðar við Færeyjar á næsta ári þar sem lagt var til að banna þorskveiðar á landgrunni Færeyja næstu tvö árin. Jafnframt var lagt til að dregið yrði verulega úr veiðum á ufsa en talið ráðlegt að auka ýsuveiði. Færeyski þorskstofn- inn er í sögulegu lágmarki og hefur verið frá árinu 2005 og þrátt fyrir ráðleggingar Alþjóða hafrannsókna- ráðsins tilkynnti Havstofan í Fær- eyjum að þorskveiðar yrðu ekki stöðvaðar en reynt að lágmarka veiðar úr stofninum. Byggt á ráðleggingum Havstovunnar Fiskveiðistjórn í Færeyjum byggist á ráðleggingum Havstovunnar, sem er hafrannsóknastofnun Færeyja. Þær eru byggðar á eigin rannsóknum með svipuðum hætti og gert er hér á landi. Gögnum úr þessum rannsóknum er síðan komið til Alþjóðahafrannsókna- stofnunarinnar, ICES, sem fer yfir þau og gefur út ráðleggingar um hæfilega veiði hverrar tegundar. Ráðlegging Havstofunnar er svo byggð á því sem frá ICES kemur. Þegar það liggur fyrir, fer sérstök fiskidaganefnd yfir ráð- leggingarnar og leggur til við sjávar- útvegsráðherra fjölda fiskidaga á við- komandi ári. Ráðherrann tekur svo endanlega ákvörðun um dagafjöldann. Færeyska flotanum er skipt upp í flokka sem byggjast á stærð skipa og hvaða veiðarfæri þeir nota. Ákveðinn er fjöldi daga fyrir hvern flokk í upp- hafi fiskveiðiárs og fá bátarnir innan hvers flokks fjölda daga, sem í upphafi byggðist á veiðireynslu og hlutdeild hvers fyrir sig. Dagarnir eru framselj- anlegir líkt og aflahlutdeild hér. Þannig getur stærð flotans og sókn verið í nokkru samræmi við útgefinn leyfileg- an heildarafla. Það er þó sá hængur á að erfiðara er að halda sig við leyfileg- Fréttaskýring Blasir þorskveiðibann við Færeyingum?  Færeyingar veiða umtalsvert meira af þorski á þessu ári en Alþjóðahafrann- sóknastofnunin lagði til. Það að stofnunin leggi til bann við þorskveiðum á landgrunninu við Færeyjar næstu tvö árin segir sitt um alvarlega stöðu þorskstofnsins við eyjarnar. Færeyjar og Rússland hafa gert gagnkvæman samning um fiskveiðar fyrir næsta ár. Hann er í raun framlenging á þessa árs samningi en heimildir Færeyinga innan lög- sögu Rússa í Barentshafi lækka um 20% í samræmi við lækkun leyfilegs heildarafla í Barentshafinu á næsta ári. Heimildir Færeyinga til rækjuveiða innan rússnesku lögsögunnar hækka um 1.500 tonn og verða 4.000 tonn. Þorskkvótinn verður 12.285 tonn, ýsukvótinn 1.276 tonn og 900 tonn af flatfiski mega þeir veiða. Rússar fá á móti að veiða 72.000 tonn af kolmunna, 13.000 tonn af makríl og 8.500 tonn af norsk-íslenskri síld innan lögsögu Fær- eyja. Færeyingar tóku ekki þátt í efnahagslegum refsiað- gerðum gegn Rússum árið 2014 þegar þeir hernámu Krímskaga og hafa því átt í óheftum viðskiptum við þá á sama tíma og Ísland getur ekki selt Rússum sjávarafurðir afurðir aðrar en lagmeti. Með þessum samningi við Rússa halda Færeyingar áfram viðskiptatengslum við Rússa en samningurinn er mjög umdeildur innan Færeyja. Íslend- ingar hafa verið með samning við Rússa um þorskveiðar innan lögsögu þeirra í Barentshafi en hann hefur ekki verið nýttur á þessu ári. Umdeild endurnýjun samnings við Rússa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.