Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2022, Side 26

Ægir - 01.09.2022, Side 26
26 an hámarksafla, þar sem mögulegur afli er í raun ekki takmarkaður sem slíkur. Veiðidögum fjölgað og fækkað Havstovan gaf um miðjan desember út eigin ráðleggingar um veiðar á þorski, ýsu og ufsa fyrir næsta ár. Samkvæmt þeim verða þorskveiðar á landgrunni Færeyja ekki stöðvaðar í tvö ár eins og Alþjóða hafrannsóknaráðið leggur til. Havstovan vísar til nýtingaráætl- unar frá árinu 2019 og leggur til að veiðidögum fyrir togara og tvílemb- inga verði fjölgað um 5% og að fiski- dagar fyrir veiðum með línu, handfæra rúllum og trolli við landið verði skertir um 5%. Reynt verður að lágmarka veiðar á þorski með sérstök- um aðgerðum. Ljóst er að erfiðleikar geta orðið vegna þorskmeðafla við línuveiðar á ýsu og veiðar á ufsa í troll. Lagt er til að gerðar verði ráðstafanir til að draga úr meðalafla á þorski, með svæðalokunum, veiðarfærum, beitu og fleiru. Þorskur mun áfram veiðast á landgrunninu við Færeyjar en líklega í minni mæli en á því ári sem nú er að ljúka. Ráðleggingar Alþjóða hafrann- sóknaráðsins eru að veidd verði 78 tonn af þorski á ári tvö næstu árin á Færeyjabanka en þetta er í fyrsta skipti sem ICES leggur til veiði á Bank- anum. Þorskstofninn þar hefur verið í vexti síðustu árin og því leggur ráðið til mikla varkárni við veiðarnar þar. Havstovan mælir með því að veiði- dagar á Færeyjabanka verði 200, bæði fyrir smá og stór skip, sem eru á krókaveiðum. Í togararalli 2020-2021 fékkst meira af þorski en áður sem bendir til þess að þorskstofninn þar sé að braggast. Hann hefur verið undir varúðarmörkum í 15 ár. Miklar sveiflur Þorskveiðar við Færeyjar hafa sveifl- ast mikið á undanförnum áratugum. Frá árinu 1962 og fram á níunda ár- tuginn var þorskaflinn að jafnaði rúm- lega 20.000 tonn með nokkrum toppum. Um miðjan áratuginn tóku Færeyingar upp veiðidagakerfi þar hver flokkur báta og skipa fékk ákveðinn daga- fjölda til veiða, byggt á veiðireynslu. Það leiddi til þess að aflinn fór upp í rúm 40.000 tonn um miðjan tíunda ára- tuginn. Aflinn féll svo á ný um alda- mótin niður undir 20.000 tonn. Veið- arnar tóku svo kipp um aldamótin en árið 2002 veiddust 41.248 tonn. Síðan þá hefur aflinn fallið ár frá ári og var í fyrra tæp 6.000 tonn. Færeyjar og Grænland hafa samið um fiskveiðiréttindi á næsta ári. Samn- ingurinn byggir á samkomulagi sem var í gildi fyrir þetta ár. Samkvæmt samkomulaginu eykst grálúðukvóti Færeyinga við Græn- land um 100 tonn og verður 325 tonn við Austur-Grænland og 100 tonn vestan landsins. Færeysk fiskiskip fá leyfi til að veiða 2.500 tonn af þorski við Grænland auk 50 tonna meðaflakvóta fyrir lúðu. Keilukvótinn verður 375 tonn og tilraunaveiðar á krabba við Austur-Grænland gætu skilað 500 tonnum. Auk þess stendur Færeyingum til boða að stunda tilraunaveiðar á þorski og öðrum botndýrum við Austur-Grænland. Grænlendingar fá á móti að veiða 6.500 tonn af norsk-íslenskri síld í færeysku lögsögunni og 18.500 tonn af kolmunna. Einnig fá Grænlending- ar að veiða þann kvóta í kolmunna sem þeir fá úthlutað frá Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni, 7.342 tonn, innan lögsögu Færeyja. Færeyjar og Noregur hafa gert með sér gagnkvæman samning um fisk- veiðar. Þrátt fyrir að leyfilegur heildarafli þorsk og ýsu í Barentshafi, lækki töluvert á næsta ári, varð um það samkomulag að halda heimildum Færeyinga innan norskrar lögsögu í Barentshafi óbreyttum. Samkvæmt samningnum fá Færeyingar að veiða 4.945 tonn af þorski, 1.100 tonn af ýsu, 500 af ufsa og 400 tonn af öðrum tegundum í lögsögu Noregs í Barentshafi á næsta ári. Þetta er sama magn og á þessu ári. Heimildir Norðmanna innan lögsögu Færeyja verða einnig óbreyttar á næsta ári. Þeir fá að veiða 3.000 tonn af löngu og blálöngu, 1.500 tonn af keilu og 800 tonn af öðrum tegundum. Auk þess fá Norðmenn 6.600 tonn af makríl frá Færeyjum, sem er það sama og í ár. Auk veiðiheilda frá Norðmönnum, fá Færeyingar leyfi til að taka hluta af þorskveiðiheimildum sínum frá Rússum innan norskra lögsögu. Þeir mega þannig flytja 6.250 tonn af kvóta þeirra í rússneskri lögsögu innan þeirra norsku. Það er aukning um 2.260 tonn frá því sem gilti fyrir þetta ár. Á móti fá Norðmenn að taka 50.000 tonn af kolmunna innan lögsögu Færeyja. Þessar heimildir eru 31.920 tonn. Samið við Grænlendinga Fá 5.000 tonn af þorski við Noreg  Reynt verður að lágmarka þorskaflann í Færeyjum á næsta ári eins og frekast er kostur.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.