Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 30

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 30
30 Smiðjuvellir 32, Akranesi - Sími 431 5090 - www.apvest.is - með lyf og sjúkravörur Öll þjónusta við skip og báta Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2023 Allir bátar eiga sér sögu. En auðvit- að skera sumir sig úr. Það er til dæmis ekki algengt að bátur sé happdrættisvinningur ásamt Dodge bifreið og dráttarvél. Það var nú samt raunin í Happdrætti DAS árið 1955, að ekkja í Grindavík, Helga Þórarinsdóttir, hlaut bátinn Súlut- ind í vinning í happdrættinu. Við fylgjum bátnum eftir með aðstoð blaðafrétta og eins af eigendum bátsins en báturinn er orðinn lúinn og hvílir í nausti á Hellissandi. Þar heilsaði barnabarn Helgu og al- nafna hennar, Helga Þórarinsdótt- ir, upp á bátinn og núverandi eig- anda hans, Lúðvík Smárason, í sumar. Báturinn í Grindavík – Bíllinn og dráttarvélin hér Í gær var dregið í 9. flokki happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Voru vinningarnir þrír: Nýr 6 manna Dodge- bíll, mjög glæsilegur, vélbáturinn Súlu- tindur, hið traustasta sjóskip með siglinga- tækjum og loks Ferguson dráttarvél. Bíll- inn kom á miða nr. 7263 og virðist sem einhver Reykvíkingur hafi hlotið hnossið, því miðinn er seldur í aðalumboði happ- drættisins, Austurstræti 1. – Þá eru líkur til að vélbáturinn hafi komið í hlut Grind- víkings, hann kom á miða nr. 5879, sem er í umboðinu í þessu sjósóknarkauptúni. – Þá kom Ferguson dráttarvélin á miða nr. 25,086, sem seldur var í Austurstræti 1. Morgunblaðið föstudagur 4. marz 1955 Ekkja fékk trillubátinn Vélbáturinn Súlutindur í happdrætti Dval- arheimilis aldraðra sjómanna, kom í hlut frú Helgu Þórarinsdóttur, ekkju að Bræðratungu í Grindavík. Varð hún fyrir þeim ástvinamissi fyrir tveim árum, að maður hennar drukknaði. Hefur hún síðan unnið fyrir heimili sínu, þó ekki hafi hún gengið heil til skógar. Mun hún fyrir nokkru hafa fengið um það fyrirmæli frá lækni að hætta þeirri atvinnu, sem hún hefur haft. – Báturinn mun verða konunni álitlegur búhnykkur. – Hún hefur ákveðið að selja hann og mun þegar hafa borizt fleiri en eitt tilboð í hann, enda er Súlut- indur hið glæsilegasta skip. Morgunblaðið. Sunnudagur 6. mars 1955. Ekki lýgur Mogginn sögðu menn gjarnan á sínum tíma. En þarna skol- aðist töluvert til, því eiginmaður Helgu lést úr krabbameini árið áður. Hann drukknaði ekki tveimur árum fyrr. Helga seldi bátinn og byggði húsið Sóltún í Grindavík fyrir andvirðið. Fyrst mun Súlutindur hafa farið til Ólafsvíkur en þaðan í Stykkishólm þar sem Höskuldur Pálsson keypti hann og gerði út. Upphafið var litríkt því bát- urinn lenti í sjávarháska en jafnframt bjargaði áhöfn hans mönnum úr sjáv- arháska. Súlutindur sekkur Í gærmorgun snemma, varð sá skipskaði hér, að mótorbáturinn Súlutindur, 6 smá- lesta, sem er eign Höskuldar Pálssonar í Stykkishólmi, sökk við Höskuldsey. Tveir menn voru á bátnum og björguðust þeir nauðuglega. Á leið í róður Súlutindur var á leið í róður og fór frá Stykkishólmi kl. 6 í gærmorgun. Skipverj- ar voru tveir, Jónas Pálsson og Jón Hösk- uldsson. Veður var suðvestan, hægur kaldi en nokkur sjór. Var báturinn staddur um það bil 20 mínútna keyrslu út af Höskuld- sey, er þeir félagar urðu varir við leka. Súlutindur – sagan öll  Helga Þórarinsdóttir, barnabarn og alnafna vinningshafans við Súlutind. Útgerðarsagan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.