Ægir - 01.09.2022, Page 36
36
þó aldrei um það hvort væri verðmæt-
ara sykur eða þorskur og loðskinn.
Það var tekist á um hvernig tökin á
Norður-Ameríku yrðu best tryggð.
Bretum var vel kunnugt um viðhorf
nýlendubúa, efnahagslegt sjálfstæði
þeirra og vaxandi íbúafjölda Nýja-Eng-
lands og nýlendnanna þar fyrir sunn-
an, og þeir töldu sig hafa fulla ástæðu
til að óttast að þeir gætu misst tökin á
Norður-Ameríku. Sumir töldu þó að
nálægð Frakka, ógnin frá óvininum að
baki, mundi einmitt duga best til að
tryggja hollustu nýlendubúa við
bresku krúnuna. En svo fór að lokum
að Bretar töldu best að tryggja sér
eins mikið af Norður-Ameríku og þeir
mögulega gætu. Árið 1763 kváðu þeir
upp úr með þá ákvörðun að svipta
Frakka öllum löndum í Norður-Amer-
íku fyrir utan tvær smáeyjar suður af
strönd Nýfundnalands, St, Pierra og
Micquelon.
Það má svo kallast kaldhæðni sög-
unnar að einmitt sú ákvörðun, að
Frakkland héldi Guadeloupe en missti
Kanada – hélt þrælanýlendunum en
missti fiskveiðarnar – leiddi til beinna
árekstra Nýenglendinga við bresku
krúnuna. Við það skapaðist nefnilega
ný eftirspurn eftir Vestur-Indíaverk-
uðum fiski í franska hluta Karíbahafs-
ins. Nú vöknuðu til lífsins gamlar deil-
ur, sem áttu rætur að rekja til siglinga-
laganna (Acts of Trade and Naviga-
tion), sem telja má einn af hyrningar-
steinum breska heimsveldisins, en
samkvæmt þeim áttu nýlendubúar að
selja vörur sínar í Englandi og kaupa
nauðsynjar aftur þaðan. Frá lagalegu
sjónarmiði hefðu Nýenglendingar í
raun aldrei átt að eiga bein viðskipti
við Spán og lönd Karabíahafs heldur
hefðu þeir átt að selja þorskinn beint
til Englands og kaupa síðan af Eng-
lendingum spönsk vín og járn.
Þúsund þorskfiskar
Bretar höfðu fulla ástæðu til að vera
kvíðafullir um framtíð Norður-Amer-
íku. Árið 1677, níutíu og átta árum áð-
ur en amerísk sjálfstæðisstefna leiddi
til opins stríðs, hafði breska krúnan
móttekið kurteisilega athugasemd frá
Nýenglendingum, sem þeir létu fylgja
með sendingu með tíu tunnum af
trönuberjum, tveimur af maísgraut, og
1000 þorskfiskum. Orðsendingin var
kannski ekki alveg eins beisk og tíu
tunnur af trönuberjum en hljóðaði á
þessa leið: Við leyfum okkur allra auð-
mjúklegast að hyggja sem svo, að gildi
enskra laga markist af höfunum fjór-
um og nái ekki til Norður-Ameríku. Þar
sem þegnar hans hátignar hér eiga
ekki fulltrúa í breska þinginu, höfum
við litið svo á, að lögin geti ekki lagt
hömlur á verslunarviðskipti okkar.“
Nú er ekki vitað hvað Karl konung-
ur gerði við þorskfiskana þúsund og
trönuberin, en varðandi siglingalögin
aðhafðist hann ekki nokkurn skapað-
an hlut. Markaðsöflin sáu hins vegar
um að sveigja framkvæmd laganna að
veruleikanum. Nýja-England fram-
leiddi meiri þorsk en breski markaður-
inn gæti tekið við. Svo mikið magn var
óseljanlegt innan Bretlands og breski
verslunarflotinn réð ekki heldur við
það að verkefni að flytja það aftur út
til annarra landa. Þrátt fyrir siglinga-
lögin voru Bretar nauðbeygðir til að
leyfa Nýenglendingum að versla
óhindrað með sinn þorsk.
Staðgreiðsla, saltfiskur eða romm
Eins og Adam Smith vakti athygli á óx
þessi verslun þegar hömlum var af
henni létt. Um aldamótin 1700 var svo
komið að bresku Vestur-Indíur gátu
ekki tekið við öllum þeim þorski, sem
Nýja-England hafði á boðstólum. Þær
gátu ekki heldur annað eftirspurn
rommiðnaðarins eftir hráefni en
rommiðnaðurinn var fylgigrein þorsk-
verslunarinnar. Það er reyndar dæmi-
gert um muninn á Nýja-Englandi og
Nýfundnalandi, að Nýfundnaland
flutti inn romm frá Jamaica sem sett
var á flöskur heimafyrir, og gerir
reyndar enn. Nýja-England flutti hins
vegar inn sírópið og byggði upp eigin
rommiðnað sem einnig varð útflutn-
ingsgrein. Nú var orðið um þrjár leiðir
að velja til að kaupa þræla í Afríku;
staðgreiðsla, saltfiskur eða romm frá
Boston.
Rommframleiðendurnir í Massachu-
settes og á Rhode Island voru nú að
tengjast þrælaversluninni beint. Í
kynningarriti um vínföng frá 1936 á
vegum Felton & Company, rommfram-
leiðanda í Boston, fyrirtækis sem
stofnað var á fyrstu árum 19. aldar, er
þessari verslun lýst af merkilegri
hreinskilni. „Útgerðarmenn skipanna
komu þeim smám saman á ákveðna
viðskiptahringferð. Sem byggðist á því
að flytja farm af þrælum til Vestur-
Indía – farm af hrásírópi frá því svæði
til Boston og annarra hafna Nýja-Eng-
lands – og loks farm af rommi til Afr-
íku.“
Fyrsta skrefið til upplausnar
heimsveldisins
Að því kom að breska heimsveldið var
ekki aðeins of lítill markaður fyrir
þorskinn frá Nýja-Englandi heldur líka
of smár sírópsframleiðandi fyrir
bruggfyrirtækin í Nýja-Englandi. Öll
sírópsframleiðslan í bresku Vestur-
Indíum nam minna en tveimur þriðju
af því sem Rhode Island, eitt og út af
fyrir sig, þurfti að flytja inn. Frönsku
nýlendurnar þurftu á þorski frá Nýja-
Englandi að halda og Nýja-England
var að sama skapi háð frönsku sírópi.
En þegar breska krúnan hafði leyft
Nýenglendingum að kynnast frjálsri
verslun í meira en hálfa öld, þá ákvað
hún árið 1733 að tímabært væri að
koma skikkan á sírópsviðskiptin, Á
þetta var litið sem veigamikið skref til
að ná aftur yfirtökum á viðskiptasvið-
inu. Útkoman varð hins vegar sú, að
þessar ráðstafanir urðu fyrsta skrefið,
að vísu stigið óvart, til upplausnar
breska heimsveldisins.
Þrælar á plantekru við Karíbahaf. Þeir voru fluttir í tugþúsundatali frá Afríku
til að þræla á sykurplantekrum Breta og Frakka.
Óskum starfsmönnum í íslenskum sjávarútvegi
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári