Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Síða 47

Ægir - 01.09.2022, Síða 47
47 segja um ufsann. Það hefur ekki verið jafn mikið af ufsa á ferðinni núna í haust eins og oft áður. En það kemur náttúrulega stór ufsi á vertíðinni í vet- ur en alltaf lotterí hversu mikið verður af honum.“ Ýsan á miklu dýpi Ýsukvótinn var aukinn á þessu ári og Elli segir að það hafi komið sér í opna skjöldu hve mikið hafi verið af ýsu. Hún sé víða. Sumir kollegar hans tali reynd- ar um að þeim hafi ekki komið á óvart að Hafrannsóknastofnun hafi aukið ýsukvótann. Skýringin sé líklega sú að hann hafi sjálfur ekki verið svo mikið að veiðum á þeim svæðum þar sem ýs- an haldi sig mest. En það sé töluverð útbreiðsla á henni Hún sé útbreidd þeg- ar menn séu að fá ýsu niður á 200 faðma víða vestur af landinu og kannski dýpra. Þannig hafi þeir verið að fá nokkur hundruð kíló af ýsu í togi á svæðum þar sem ekkert hafi fengist áður. Fiskurinn á norðurleið Elli hefur verið lengi á sjónum og séð þó nokkrar breytingar á undanförnum árum. „Já, þegar maður horfir til baka verður að viðurkennast að það hefur orðið breyting. Fiskurinn hefur færst norðar. Það er alveg staðreynd. Við erum að veiða meira norðan við Snæ- fellsnesið en við gerðum fyrir nokkr- um árum síðan. Þá vorum við að taka meira en helminginn af aflanum fyrir sunnan Snæfellsnesið. Nú er þetta komið í Víkurálinn og norðar. Þetta er sjálfsagt vegna þess að hitaskilin eru að færast norðar. Þorskurinn heldur sig þar sem æti er að finna og færist ætið þá fylgir sá guli með.“ Mikið af makríl vestan við landið Við spjöllum aðeins um makrílinn sem talað var um að lítið hefði orðið vart við í sumar og fyrra. Elli segist ekki vera alveg sammála því. Menn hafi bara misst af honum og ekki leitað nægilega vel. Hann segist hafa orðið var við mikið af makríl vestan við landið í sumar og nóg af honum komið upp með botntrollinu. Það sé svo önnur saga hversu mikið magn hafi verið að ræða á veiðislóðinni. Í brúnni  Viðey er einn af nýrri togurum landsmanna og er með mannlausa lest. Tæknin raðar körunum í lestina og landar þeim að hluta til líka.  Elli á Viðey segir að nú sé þorskur að ganga frá Grænlandi inn á landgrunnið fyrir vestan.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.