Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 12
Við hér á Íslandi höfum í langan tíma hugsað um okkur sem eyju í mjög margvíslegum skilningi og umræðan hefur ein- kennst mjög af sérstöðu- hyggju. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús R. Jónsson kaupmaður, lést síðastliðinn sunnudag á Sólvangi í Hafnarfirði. Guðbjörg Magnúsdóttir Sigurður Hallgrímsson Björk Magnúsdóttir Magnús R. Magnússon Kristjana Kristjánsdóttir Ástkær stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, Jón Friðrik Sigurdsson sem varð bráðkvaddur að heimili sínu, Móhellu 16, Selfossi, 28. febrúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. mars klukkan 15. Jón Rúnar Einarsson Kristín Valborg Sævarsdóttir Anna Einarsdóttir Herdís Einarsdóttir Indriði Karlsson Aðalheiður S. Einarsdóttir Jón Ingi Björgvinsson Kristján Þór Ingvarsson Aðalheiður Bjarnadóttir Markús Sigurdsson Erna Brynjólfsdóttir og fjölskyldur Kristín Loftsdóttir mannfræð- ingur segir að í umræðunni um að gera ákveðin málefni sýnileg sé mikilvægt að staldra við og spyrja: Sýnileiki fyrir hverja? arnartomas@frettabladid.is Kristín Loftsdóttir, prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands, f lytur hádeg- iserindi í Gerðarsafni í dag þar sem hún mun skoða sýnileika og ósýnileika jaðarsettra hópa og uppgjör við kyn- þáttahyggju. „Ég ætla að skoða hugtakið sýnileika í tengslum við ósýnileika og hvernig við getum notað það til að hugsa um tengsl- in milli fortíðar og samtíðar,“ útskýrir Kristín. „Í umræðunni í dag erum við svo oft að tala um hvernig við getum gert ákveðin málefni sýnileg til þess að reyna að ýta samfélaginu til betri vegar. En þá er svo mikilvægt að staldra við og spyrja: Sýnileiki fyrir hverja?“ Kristín segir að þegar við spyrjum okkur að því þá leiði það okkur til umræðu um forréttindi. „Ákveðnir aðilar hafa forréttindi sem lýsa sér í því að ákveðin málefni hafa verið þeim ósýnileg eða að þeir hafi ekki þurft að hugsa um þau,“ segir hún. Samtengd saga Í erindi sínu hyggst Kristín leggja sér- staka áherslu á kynþáttafordóma og sögu heimsins sem sé samtengd ofbeldi og nýlendustefnu. „Þrátt fyrir að við höfum alls konar fræði sem kortleggja þessa sögu og hversu lengi hið hnattræna norður hefur verið í tengslum við hið hnatt- ræna suður þá gleymast þessi tengsl oft í ákveðinni umræðu, eins og til dæmis þegar við tölum um flóttafólk og hælis- leitendur,“ segir hún. „Það verður ósýni- legt hversu mikið af sögunni síðastliðin fimm hundruð ár snýst um heim sem er mjög samtengdur.“ Ekki bara eyja Að mati Kristínar er eitt af einkennum 21. aldarinnar að fólk sé í sífellt auknum mæli farið að hugsa um sjálft sig í hnatt- rænu samhengi. „Ekki bara út frá þeim breytingum sem hafa orðið í samtímanum, heldur líka í samhengi við málefni eins og umhverfismál og hvernig aðgerðir hafa haft víðtæk áhrif, bæði annars staðar og inn í framtíðina,“ lýsir hún. „Við hér á Íslandi höfum í langan tíma hugsað um okkur sem eyju í mjög margvíslegum skilningi og umræðan hefur einkennst mjög af sérstöðuhyggju.“ Sem dæmi rifjar Kristín upp sam- félagsumræðuna sem myndaðist eftir efnahagshrunið. „Þá var umræðan lengi vel eins og ekk- ert væri að gerast annars staðar í heim- inum. Við sjáum alltaf betur hvað Ísland hefur verið hluti af samtengdum heimi, ekki bara síðastliðin þrjátíu ár heldur í miklu lengri tíma.“ Brot í nýju ljósi Kristín segir mikilvægt að Íslendingar átti sig á því að við glímum við sömu áskoranir og aðrir. „Ein af þessum áskorunum er einmitt fordómar og óréttlæti fortíðarinnar,“ segir hún. „Þótt Íslendingar hafi ekki átt nýlendu sjálfir þá tóku íslenskir mennta- menn þátt í umræðu sem einkenndi umræðuna í Evrópu um fjölbreytileika. Það var ein af leiðunum sem Íslendingar nýttu til að staðsetja sig í þeim hópi sem þeir töldu vera siðmenninguna.“ Erindi Kristínar er f lutt sem hluti af fyrirlestraröð sem haldin er í tengslum við sýninguna Að rekja brot sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. „Ég held að nafnið á sýningunni sé áhrifamikið til að velta fyrir sér hvernig við ætlum að glíma við fortíðina. Við getum notað brot úr fortíðinni til að skapa einhvers konar heildarmynd, en við getum líka notað brot til þess að sjá hlutina út frá nýju sjónarhorni.“ n Eyja í margvíslegum skilningi Kristín segir ákveðna aðila hafa forréttindi sem lýsi sér í því að ákveðin málefni hafi verið þeim ósýnileg eða að þeir hafi ekki þurft að hugsa um þau. Mynd/Aðsend arnartomas@frettabladid.is Sýningin Ég lifi enn – sönn saga var frumsýnd í Tjarnarbíói í upphafi árs og hefur hlotið frábærar viðtökur. Í stuttu máli er verkið innblásið af persónulegri reynslu aðstandenda af því að fylgja sínum nánustu inn í þriðja æviskeiðið og þeirra sem eru staddir í því sjálfir. Eftir sýninguna í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, verður boðið upp á umræður um sýninguna og efni hennar út frá heilbrigðiskerfinu, aðstandendum og félagslífi eldra fólks. „Það er mjög spennandi að gera sýningu sem hefur brýnan boðskap og við lögðum frá upphafi af stað með að gera þetta sem vakningarverk,“ segir Rebekka A. Ingimundardóttir, listrænn stjórnandi verkefnisins. „Þetta virðist ná til bæði yngri og eldri kynslóðarinnar. Við erum svo hrædd við hugmyndina um að eldast og jafnvel eldra fólk, en sumir vilja meina að það sé vegna þess að eldra fólk minni okkur á dauðann.“ Hópurinn sem tekur þátt í umræð- unum í dag er fjölbreyttur, en þar verða Alma Möller landlæknir, Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Berglind Magnús- dóttir, verkefnastjóri Gott að eldast, Helga Margrét Guðmundsdóttir, tóm- stunda- og félagsfræðingur, verkefna- stjóri félagsauðs hjá Reykjavíkurborg, og Soffía Dögg Garðarsdóttir, aðstandandi og stofnandi Skreytum hús. „Leiksýning er eitt, þar sem verið er að fylla upp í hið listræna, en svo er hjartað eitt og hugurinn annað. Þegar við tölum um hugann þá þarf hann oft meira pláss til að skilja það sem hann var að skynja,“ svarar Rebekka aðspurð hvernig hug- myndin um umræðurnar kom til. „Við vildum geta rætt upplifunina sem fólk fær í tengslum við það að horfa á verkið og skoða ólík sjónarhorn út frá konum og umönnunarstörfum.“ n Hræðslan við að eldast Sýningin tekur á ólíkri upplifun fólks af þriðja æviskeiðinu. 1971 Bardagi aldarinnar fer fram; Joe Frazier sigrar Muhammad Ali í hnefaleikum í Madison Square Garden. 1973 IRA stendur fyrir sprengjutilræðum í Whitehall og Old Bailey í London. 1973 Íbúar Norður-Írlands kjósa að vera áfram hluti af Bretlandi. Írskir þjóðernissinnar hvetja fólk til að sniðganga kosningarnar. 1974 Charles de Gaulle-flugvöllur opnaður í París. 1979 Hollenska fyrirtækið Philips kynnir geisladiskinn opinberlega. 1980 Íslenska kvikmyndin Veiðiferðin frumsýnd. 1980 Fyrsta rokkhátíðin í Sovétríkjunum hefst í Tbilisi. 1983 Alþingi lögfestir Lofsöng (Ó, guð vors lands) sem þjóðsöng Íslendinga. 1983 IBM setur tölvuna IBM PC XT á markað. 1983 Ronald Reagan kallar Sovétríkin „heimsveldi hins illa“. 1985 Bílsprengja, sem beint er gegn íslamska klerkinum Sayyed Mohammad Hussein Fadlallah, springur í Beirút með þeim afleiðingum að 80 deyja. 1986 Japanska könn- unarfarið Suisei flýgur fram hjá hala- stjörnu Halleys. 1990 Samtökin Stígamót stofnuð. 2008 Hljómsveitin Jakobínarína heldur sína síðustu tón- leika á Organ. 12 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 8. mARs 2023 mIÐVIKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.