Fréttablaðið - 08.03.2023, Page 16

Fréttablaðið - 08.03.2023, Page 16
Fólksbílalína BYD- merkisins mun fá undir sig salinn í Skeif- unni þar sem Maxus- merkið var áður. Tesla Model X lækkar mest, eða um 10.000 dollara, en Model S minna og kosta nú Plaid-útfærslur beggja sömu upphæð. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir á 77 km hraða náði bíllinn ekki að halda gripi og skrik- aði út fyrir brautina. Eins og er kallast nýja útgáfan aðeins Project Juniper. Það er ekki á hverjum degi sem nýtt bílamerki ryðst inn á íslenska bílamarkaðinn með þrjá nýja fólksbíla sem hver um sig gæti verið fram- bærilegur í samkeppnina. njall@frettabladid.is Vatt ehf. mun kynna þrjá nýja fólksbíla á íslenskan rafbíla- markað í apríl. Að sögn Úlfars Hinrikssonar, framkvæmdarstjóra BYD á Íslandi, mun verð bílanna liggja fyrir í byrjun næsta mánaðar en þeir verða á góðu verði miðað við samkeppnisaðila hérlendis. „Við erum mjög spennt fyrir að fá þetta merki til landsins sem er það stærsta í bílaheiminum í dag,“ segir Úlfar enn fremur. Fólksbílalína BYD mun fá undir sig endur- hannaðan sal í Skeifunni þar sem Maxus var áður. Úlfar hefur skoðað þessa bíla nýlega og ber þeim vel söguna. „Fyrir þá sem hafa gaman af bílum er BYD Han spennandi bíll enda bæði aflmikill og einstaklega vel búinn. Hann er í beinni samkeppni við Tesla Model S enda svipaður honum að stærð,“ sagði Úlfar. „Það er mikill lúxus í innréttingu eins og sést vel á rafstillanlegum aftursætum með skjá í armpúða milli sæta.“ BYD Han kemur með fjórhjóladrifi sem skilar samtals 509 hestöflum og er bíllinn aðeins 3,9 sekúndur í hundraðið. „Búast má við mestri sölu í BYD Atto3-jepplingnum og við finnum vel fyrir áhuga á honum,“ segir Úlfar þegar hann er spurður um væntingar til merkisins. BYD Atto3 mun keppa við bíla eins og Hyundai Kona, Kia Niro og jafnvel Volvo V40 Recharge vegna mikils og góðs búnaðar sem er í bílnum. Nóg framboð mun verða á bílum frá BYD sem koma munu beint frá Noregi til að byrja með. Þriðji bíllinn sem einnig verður kynntur í apríl er BYD Tang sem er sjö sæta, rafdrifinn jepplingur. Sérstök blaðamannakynning verður haldin í Barcelona í apríl- mánuði fyrir þau níu lönd í Evrópu sem selja munu BYD-merkið. Bílablaðamaður Fréttablaðsins verður á staðnum og því má búast við fyrstu prófunum á bílum BYD strax í maíútgáfu Bílablaðsins. n Þrír nýir BYD-bílar á markað í næsta mánuði BYD Tang er sjö sæta rúmgóður jepplingur sem frumsýndur var 2021 en kemur nú í uppfærðri útgáfu. MYNDIR/BYD AUTO Fjórhjóladrifinn BYD Han er vel búinn og kraftmikill fólksbíll með allt að 610 kílómetra drægi. BYD Atto3 er jepplingur í millistærð sem er líkt og aðrir bílar framleiðandans búinn hinum byltingarkenndu Blade-rafhlöðum. njall@frettabladid.is Smart #1 í Brabus-útgáfu var nýlega tekinn til kostanna af km77. com sem meðal annars prófar virkni nýjustu bíla í keiluprófi og hinu fræga elgsprófi. Í Brabus-útgáfu sinni er bíllinn með fjórhjóladrif og samtals 434 hestöfl í bíl sem er innan við tvö tonn að þyngd, svo að um öflugan bíl er að ræða. Þrátt fyrir nokkrar tilraunir í elgsprófinu á 77 km hraða náði bíll- inn ekki að halda gripi og skrikaði út fyrir brautina. Það var ekki fyrr en hraðinn var lækkaður í 65 km á klst. sem bíllinn komst gegnum brautina. Að sögn prófunaraðila km77.com eru helstu ástæður þess taldar vera sú staðreynd að bíllinn kemur á Q-merktum dekkjum sem eiga að lækka veghljóð en ekki gripmeiri dekkjum. Þá hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á undirvagni frá hefðbundinni 268 hestafla útgáfu svo að meiri undirstýring er í Brabus-bílnum í keiluprófinu. Loks bentu þeir á að stöðugleikakerfi bílsins grípur seint inn í. Smart mun hefja sölu bíla hérlendis með vorinu en umboðsaðili merkisins er Askja. n Brabus-útgáfa Smart #1 fellur á elgsprófinu hjá 77km.com Eins og sjá má missir bíllinn það mikið grip að hann endar í yfirstýringu fyrir utan brautina. MYND/KM77.COM njall@frettabladid.is Samkvæmt fréttamiðlinum Reuters er Tesla að endurhanna Model Y en breytingin mun eiga sér stað á næsta ári. Er þetta haft eftir þremur mismunandi aðilum hjá Tesla sem ekki vilja láta nafns síns getið, en verkefnið kallast Project Juniper. Verða breytingar gerðar á bæði ytra og innra útliti bílsins ásamt einhverjum tæknibúnaði. Kallað hefur verið eftir breytingum á útliti bílsins í Kína þar sem samkeppnin er sem mest í nýjum módelum. Einnig hafa verið gerðar breytingar á fjöðrunarkerfi Model Y að undan- förnu og hafa bílar framleiddir í verksmiðjunni í Kína fengið slíka uppfærslu frá áramótum. Lúta þær breytingar að því að gera bílinn minna stífan með mýkri gormum og fleiri breytingum. n Ný útgáfa Model Y á næsta ári Tesla Model Y gæti fengið nýtt útlit á næsta ári segja heim- ildarmenn innan Tesla. MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON njall@frettabladid.is Samkvæmt fréttamiðlinum Reu- ters hefur Tesla nú lækkað verð á dýrari gerðum bíla sinna, Model s og Model X, í Bandaríkjunum. Um talsverða lækkun er að ræða eða á bilinu 4-9% og lækkar Model X mest, eða um 10.000 dollara, í báðum útgáfum sínum. Tesla Model S lækkar um 5.000 dollara í báðum útgáfum og kosta Plaid- útfærslur bílanna nú sömu upp- hæð, eða 109.990 dollara. Þetta er fimmta breyting Tesla á verði bíla sinna frá áramótum en að sögn Elon Musk á dögunum höfðu lækkanir að undanförnu mikil áhrif á sölu Tesla-bifreiða. Sala Tesla Model S og X er um 4% af sölu Tesla árið 2022 en megnið af sölunni er í Model 3 og Model Y sem var lækkaður um allt að 20% í janúar. Verðlækkunin hefur ekki náð til Evrópu þegar þetta er skrifað en jafnvel má búast við að sjá verð þar lækka líka eins og í janúar. n Tesla lækkar verð á Model S og X Model X lækkar nú um 10.000 dollara eða um 9% sem er talsverð lækkun. 2 BÍ L A BL A ÐI Ð 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.