Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 20

Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 20
Grunnverð: 5.850.000 kr. Hestöfl: 140 Tog: 185 Nm Upptak 0-100 km: 9,1 sek. Hámarkshraði: 180 km Eyðsla 100 km/bl. akstur: 4,4 l CO2 g/100 km: 100 L/B/H: 4.370/1.790/1.460 mm Hjólhaf: 2.640 mm Veghæð: 130 mm Farangursrými: 361 l Toyota Corolla 1,8 KosTir n Tvinnkerfi n Upplýsingakerfi gallar n Útsýni aftur n Framsæti Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Toyota Corolla Hybrid í hlaðbaksútgáfu er skemmtilegur akstursbíll, þökk sé nýja tvinnkerfinu. MYNDIR/TOYOTA Í innanrými eru 12,3 tommu upplýsingaskjár og 10,25 tommu margmiðlunarskjár helstu breytingarnar. Toyota Corolla er einn vin- sælasti bíll í heimi og einnig á Íslandi og því þykja það fréttir þegar það kemur ný útgáfa á markað. Um andlitslyftingu er að ræða á þessari tólftu kynslóð Corolla en núna er bíllinn með mun meiri tæknibún- aði ásamt fimmtu kynslóð tvinnkerfis Toyota. Toyota Corolla kom fyrst á markað árið 1966 og seldist fyrsta kyn- slóðin í meira en milljón ein- tökum. Áfram hafa þeir selst og eru svo margir núna að ef þeim yrði stillt upp í eina röð myndu þeir ná sex hringi í kringum jörðina. Fyrsta íslenska Corolla- bifreiðin var frumkynnt fyrir blaðamönnum í Háskólabíói 14. apríl 1967 og sagt var frá bílnum í blöðunum daginn eftir. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og talsverður munur er á að setjast inn í bílinn frá 1966 og bílinn sem er að koma núna, en einn sem rann fyrsta daginn af færibandinu var á staðnum þar sem blaðamanna- kynning nútímans fór fram. Innandyra eru breytingar á útliti tólftu kynslóðarinnar ekki miklar þótt komin séu ný efni og annar frágangur. Meira kveður að nýjum tæknibúnaði en komnir eru nýir skjáir og hugbúnaður í Corolla, meðal annars 12,3 tommu upp- lýsingaskjár og 10,25 tommu marg- miðlunarskjár. Það þýðir um leið að bíllinn er komin með nýjustu öryggiskerfi Toyota, eins og kerfi sem varar við ef hurð er opnuð út í umferð, aftursætisviðvörun sem minnir ökumann á að athuga að taka með sér það sem sett var í aftursæti og svo mætti lengi telja. Loks getur bíllinn nú fengið hug- búnaðinn uppfærðan gegnum netið. Helsti gallinn innandyra er útsýni aftur sem mætti gjarnan vera betra, en einnig frekar stutt seta í framsætum sem mættu vera stillanlegri. Nýr Corolla er kominn með fimmtu kynslóð tvinnkerfis Toyota og það kerfi hentar þessum bíl mjög vel. Með því að endur- hanna kerfið og hugbúnaðinn er hann orðinn mun notendavænni en áður. Komið er nýtt stjórnbox ásamt nýrri og öflugri rafhlöðu sem er bæði minni um sig og léttari en áður. Notast er við við- námsminni olíu en áður og einnig er rafmótorinn nýr af nálinni. Toyota Corolla – meira að njóta 6 BÍ l a Bl a Ði Ð 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.