Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 32

Fréttablaðið - 08.03.2023, Síða 32
Umsjón með starfinu hefur Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is) og Garðar Óli Ágústsson (gardar@vinnvinn.is). LV er leiðandi lífeyrissjóður sem styður við fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Starfsemin felst í margvíslegum verkefnum varðandi móttöku iðgjalda, ávöxtun og annarri umsýslu eignasafna og þjónustu við sjóðfélaga. Á liðnu ári greiddi sjóðurinn rúma 26 milljarða í lífeyri til ríflega 22 þúsund sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Eignir LV eru ávaxtaðar í fimm eignasöfnum og námu 1.173 milljörðum króna í árslok 2022. Hjá sjóðnum starfar 58 manna samhent liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi. LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Lögfræðingur Umsóknarfrestur er til og með 14. mars nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. 2022 - 2025 Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að lögfræðingi til starfa á lögfræðisviði sjóðsins sem skipað er þremur lögfræðingum. Sviðið veitir stjórn, framkvæmdastjóra og sex sviðum sjóðsins lögfræðiráðgjöf og vinnur að margþættum viðfangsefnum og hagsmunagæslu. Meðal verkefna eru túlkun og framkvæmd laga og reglna varðandi starfsemi sjóðsins, samningagerð, ráðgjöf varðandi stjórnarhætti, umsjón með samþættingu sjálfbærni í starfseminni og ýmis umsýslustörf. Hæfniskröfur: • Haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi. • Meistaragráða / embættispróf í lögfræði. • Færni til að afla sér nýrrar þekkingar og aðlagast breytingum í starfsumhverfi. • Próf í verðbréfaréttindum er kostur. • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði í starfi. • Hæfni í samskiptum og fagleg framkoma. • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli. Helstu verkefni: • Þjónusta og samstarf við eignastýringu, áhættustýringu og önnur svið sjóðsins. • Túlkun og framkvæmd laga, m.a. á sviði verðbréfaréttar, félagaréttar og samkeppnisréttar. • Aðkoma og umsjón með samningagerð, m.a. varðandi innlend og erlend eignasöfn sjóðsins. • Umsjón með útvistunarsamningum sjóðsins. • Önnur verkefni á lögfræðisviði. Við óskum eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra Markaðs- og áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins. Hér er um að ræða nýtt og spennandi starf sem felur m.a. í sér að móta nýja starfsemi á heimsmælikvarða. Leitað er að drífandi og skipulögðum leiðtoga sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni og skapandi hugsun. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) í síma 511 1225. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg • Reynsla og þekking á stjórnun, verkefnastjórnun og gagnagreiningu • Reynsla og þekking á stefnumótun og áætlanagerð • Reynsla og þekking á markaðsmálum • Góð þekking á höfuðborgarsvæðinu og ferðaþjónustu • Góð samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð Helstu verkefni og ábyrgð • Ábyrgð á stjórnun og daglegum rekstri • Samskipti og samstarf við stjórnvöld og hagsmunaaðila • Umsjón og eftirfylgni með ferðamálaþingi og öðrum fundum, kynningum og ráðstefnum • Mótun, innleiðing og eftirfylgni með starfs- og fjárhagsáætlun • Mótun, innleiðing og eftirfylgni með áfangastaðaáætlun • Umsjón með markaðssetningu og kynningu svæðisins • Stefnumótun, vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við ferðaþjónustuna Markaðs- og áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins er ný sjálfseignarstofnun sem sett er á fót í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri Viltu gera höfuðborgarsvæðið að eftirsóknarverðum áfangastað?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.