Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 8
Stærsti regnboginn
Apríl er runninn upp. Þessi fyrsti dagur mánaðarins
tengist hrekkjum og ýmiss konar skemmtilegheitum. En
þó með misjöfnum hætti. Ólafur Hauksson sýslumaður á
Akranesi elskar þessa dagsetningu. 1. apríl er ávísun á einn
skemmtilegasta veiðitúrinn á hverju vori. Þorleifslækur í
Ölfusi býður þessa vorboða.
Klukkan er hálf sjö að morgni og Ólafur og Magnús
Guðmundsson forstjóri Landmælinga íslands er lagðir af
stað ofan af Skaga. Þeir félagar eru með tvær stangir af þeim
sex sem leyfi er fyrir í læknum. Veiðin má hefjast klukkan
sjö að morgni en þeir höfðu rætt við aðra veiðimenn og að
samkomulagi varð að hefja veiðina ekki fyrr en klukkan átta.
Eins og undanfarna áratugi hittast menn á efsta svæðinu,
skammt neðan við þjóðveg og hefja veiðina þar.
Ólafur er búinn að veiða hér í 35 ár. Þorleifslækur nær samt
enn að koma honum á óvart og það í hvert skipti.
Það er morgunkuldi, hálfskýjað og gjóla af norðri. Skilyrðin
eru frábær. Það rigndi mikið daginn áður og vatnið er að
sjatna og þetta finnst Óla besta staðan á læknum. Fiskur er
meira á hreyfingu og því von á töku.
Strax í fiski
Fyrstu köstin gefa fiska. Óli fékk strax tvo væna regnboga-
silunga. Annar er fjögur pund og slápslegur. Hinn er þrjú og
hálft pund, fallegur geldfiskur. Báðir tóku þyngdan svartan
nobbler. Þegar svona kalt er í veðri þarf að koma flugunni
niður til fisksins. Óli setur í enn einn regnbogann. Þessi er
sex til sjö pund og fær líf. Og fjórði regnboginn tekur. Þriggja
punda fiskur. Nokkrir smærri sjóbirtingar hafa líka látið
glepjast af nobblernum.
Þeir félagar Magnús og Óli eru staddir við Stöðvarhyl, eða
Rörið eins og sumir kalla þennan hyl. Hér er fiskeldisstöðin
Öxnalækur og alltaf eitthvað sem smitast af fóðri út í ána.
Þetta veit regnboginn og er mjög oft mikið af honum í
þessum hyl. Óli veit líka af regnboganum á þessum stað.
Hann kastar nobblernum góða. Ekkert gerist. Hann er
kominn niður fyrir hefðbundna tökustaðinn og nobblerinn
lendir í hylnum í síðasta skipti í þessari umferð. Hann sekkur
nánast til botns. Óli sér að Magnús er staðinn á fætur og er
að huga að sínum græjum. Hann veit að Óli er að hætta. Nú
gerist margt í senn. Óli byrjar að draga til sín línuna og ætlar
að kalla til Magnúsar þegar rifið er í línuna af miklu afli. Óla
svelgist á kailinu sem breytist í torkennilegan hósta og hróp.
Stóreflis regnbogi veltir sér í vatnsskorpunni. Óli sér strax að
þetta er mjög góður fiskur. Leikurinn berst vítt og breitt um
hylinn. Óli tekur mjög fast á þessum fiski eins og hann gerir
alla jafna. Niður á blábrotinu nær Óli að snúa þeim stóra
og þvinga hann til að hætta við að strika niður úr hylnum.
Það færist ró yfir viðureignina. Þeir þumbast báðir. Það líður
að endalokum og Óli grípur til silungaháfsins sem hangir á
bakinu á honum og ætlar að renna háfnum undir fiskinn. Um
leið og háfnum er lyft upp úr vatninu kemur í ljós að hann
er of lítill fyrir þennan stórfisk. Regnboginn íturvaxni tekur
eitt gott sporðakast og spýtist upp úr háfnum og aftur ofan í
hylinn. Það verður þögn í Ölfusinu, fiskurinn syndir út eina
fjóra metra og það eru einhverjir lengstu fjórir metrar sem
Óli hefur upplifað. Loks er regnboginn aftur í færi við háfinn
og nú er honum smeygt utan um stórfiskinn. Viðureigninni
lýkur eins og hún hófst. Bara allt í einu. Óli telur þennan
mikla silung 10 pund. Feykilega stór og fallegur.
Vigtaður af Morgunblaðinu
Einar Falur ljósmyndari á Morgunblaðinu kemur nokkru
síðar og er með vigt með sér. Morgunblaðsvogin sýnir 6,2
kíló. Þetta er tæplega þrettán punda fiskur, 74 sentimetrar
að lengd. Stærsti regnbogasilungur sem vitað er að veiðst
hafi á íslandi.
Óli grandskoðar fiskinn og sér að uggar og sporður eru heilir
og það er ótvírætt merki um að hér er á ferðinni fiskur sem
ekki á ættir að rekja til fiskeldisstöðvar. Fiskar úr eldi eru
gjarnan með skemmda ugga og sporð og sérstaklega eru
uggar öðru megin oft skemmdir en það stafar af því að
fiskurinn syndir gjarnan í sömu átt í kerjunum.
Nobblerinn stendur í beini aftarlega í efri skolti. Þessi fiskur
var feigur og ör hjartsláttur var óþarfur þegar hann datt úr
háfnum í fyrra skiptið. Óli var líka með góðar græjur, tíu
punda taum, línu #8 og níu feta stöng.
Klukkan er að verða hádegi. Það dregur frá sólu og það er
komin blíða. Takan dettur niður. Silungurinn er ljósfælinn
og vatnið hefur sjatnað mikið.
Óli er búinn að sjá ótrúlega hluti gerast í Þorleifslæk þau
35 ár sem hann hefur veitt á þessum slóðum. Hann reynir
að fara í lækinn þrisvar á sumri. Fyrst fer hann í opnun og
hann reynir alltaf að komast á haustin og einnig hefur hann
stundum gert góða veiði í maí þó svo að það líti út fyrir að
sá tími sé ekki mjög spennandi. Óli hefur nefnilega lent í
því að sjóbirtingurinn hefur verið að ganga upp í lækinn á
ólíklegasta tíma og hefur þá verið að éta á fullu. Þetta hefur
bændum við Þorleifslæk hugnast illa því að fæða geldfisksins
er seiði sem eiga að standa undir veiði komandi ára. Óli
fékk sinn stærsta sjóbirting í Þorleifsleik eitt árið í maí. Það
var tíu punda sleggja. Sterkur og öflugur fiskur og átti alltaf
aðeins meira eftir þegar Óli hélt að hann væri dauðþreyttur.
Margir geldir sjóbirtingar sem veiðast í læknum eru úttroðnir
af seiðum.
Óli hefur veitt um allt land en Þorleifslækur er gæddur töfrum
sem Óli hefur heillast af. Hann gefur læknum einkunnina
8,5 af 10 mögulegum.
8 Veiðimaðurinn Júni 2005