Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 45
Lækkandi hitatölur
Við lögðum af stað að kvöldi 31. mars.
Bíllinn var drekkhlaðinn af veiðigræjum
og mat. Það er jú nauðsynlegt að
hafa nóg af góðum mat í veiðiferðum.
Þegar illa gengur þá getur maður alltaf
hlakkað til að borða svera steik. Eftir
því sem við nálguðumst Tungufljót
lækkuðu tölurnar á hitamælinum
í bílnum og þegar við komum í
veiðihúsið var hitinn kominn niður í
0 gráður. Bjartsýnin var ennþá mikil
þegar við bárum draslið inn í hrörlegt
veiðihúsið og um leið og við fengum
okkur sæti og slökuðum á fór Bjarni
Róbert fluguhnýtingameistari að
skipuleggja vopnabúrið. Við vorum
allir sammála um að tækin skiptu
sköpum við þessar aðstæður. Þungar
línur sem helst sökkva meira en 8
tommur á sekúndu og stórar, þungar
flugur. Það er okkar reynsla að í svona
vorslarki gerir þetta gæfumuninn. Eftir
heitar umræður um veiða og sleppa án
þess að fá nokkra niðurstöðu aðra en
þá að öllum vorfiski ætti að sleppa var
farið að sofa.
Klukkan er átta að morgni 1. apríl
og allir komnir á fætur. Fæstir höfðu
náð góðum svefni. Einhver kenndi
rúmunum um en flestir viðurkenndu
að þetta væri spenningur vegna fyrsta
veiðidagsins. Úti var glæsilegt veður.
Logn, sól og tveggja stiga frost en við
vissum að þetta var besta hugsanlega
veðrið, það sagði Stefán að minnsta
kosti, bjartsýnn að vanda. Um leið og
sólin verður búinn að lyfta sér hærra
á himininn og hita vatnið með hjálp kolsvarts botnsins þá
gætu ævintýrin gerst. Við píndum okkur til að vera inni til
klukkan tíu en þá héldu okkur enginn bönd, við klæddumst
herskrúðanum og þræddum stangirnar með þungum línum.
Á taumana settum við svo þungu flugurnar. "Niður skal það
fara, drengir," sagði Helgi fasteignasali og hnýtti tveggja og
hálfs tommu túpu á. Stórskotaliðið var tilbúið.
Kalt, kalt, kalt...
Ég og Bjarni skutluðum Helga og Stebba niður í Syðri-Hólma
en Bjössi ætlaði að koma úr bænum seinna um daginn. Ég
og Bjarni ætluðum okkur stórvirki uppi við brú. Enn var
skítakuldi úti og hitinn rétt að skríða upp undir frostmarkið.
Við börðum allt í kringum brúna án þess að sjá nokkurt
merki um líf. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. "Við erum fyrstir
í sprænuna og við hreyfum ekki fisk." Bjarni stakk upp á að
Bjarni Róbert Jónsson sleppir fallegum fiski sem tók viö Syðri-Hólma. Þessi birtingur mældist 84
sentimetrar og tók 2ja tommu Black Ghost túpu.
við færum upp í Fitjabakka og þangað var reykspólað. Mér
leið eins og "kóara" í rallýi alla leiðina og við vorum komnir
á veiðistaðinn á mettíma og byrjaðir að kasta. Allt kom
fyrir ekki. Við hreyfðum ekki fisk. Ég leit á Bjarna. "Hvað er
í gangi? Sjóbirtingurinn hlýtur að vera farinn," bætti ég við.
Hitastigið var komið vel upp fyrir frostmarkið og sólin farin
að hlýja okkur og Bjarni stakk upp á að við færum að hitta
félagana og vita hvort þeir hefðu náð einhverjum stórum.
Þegar við komum niður eftir voru þeir að veiða Flögubakka
og viti menn Stefán var með þennan glæsilega birting á.
Hann var rétt að ná honum á land þegar við stöðvuðum
bílinn. Við mynduðum dýrið og slepptum því. Stebbi sagði
okkur að þeir hefðu orðið aðeins varir við Syðri-Hólma og
náð að landa einum. "Drífið ykkur upp eftir. Það er bara
spurning um tíma hvenær hann fer að taka fyrir alvöru,"
skipaði Stebbi. Við rukum inn í bíl og á meðan við vorum
Júni 2005 Veiðimaðurinn 45