Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 29
t;
Jóhannes Kristjánsson er án efa mesti stórlaxabani sem uppi er á Islandi.
Stórfiskalisti
Jóhannesar:
31 pund 1 lax
30 pund 2 laxar
29 pund 0
28 pund 1 lax
27 pund 0
26 pund 2 laxar
25 pund 0
24 pund 2 laxar
23 pund 6 laxar
22 pund 2 laxar
21 pund 14 laxar
20 pund 20 laxar
Samtals. 20 pund og yfir = 50 laxar
Þess má til gamans geta að Jóhannes
hefur skráð hjá sér 18 nítján punda
laxa og hvorki fleiri né færri en 48
átján punda laxa.
Mesti núlifandi stórlaxabani á íslandi
Fimmtíu laxar 20 pund og yfir
Hann á þrjá laxa á 30 + listanum og hann hefur sett í fleiri
stórlaxa en nokkur annar núlifandi íslendingur. Þetta er
fullyrðing Veiðimannsins og ef einhver vill hrekja hana væri
okkur heiður að því að nafngreina þann sem slegið hefur
þetta met.
Eitt af því sem menn hljóta að velta fyrir sér er hversu
nákvæm vog var notuð á þessa fiska í "gamla daga".
Jóhannes segir að hann hafi Iátið kaupa bestu fáanlega vigt
fyrir veiðihúsið þegar hann réð ríkjum við Laxá. "Það giltu
alveg sérstakar reglur þegar stórfiskar voru vegnir. Þeir voru
ekki skráðir til bókar nema ráðskonan staðfesti þyngdina.
Þetta var tekið mjög alvarlega," segir Jóhannes.
Hvernig stendur á því að þessir fiskar virðast ekki lengur
til?
Jóhannes telur raunar að netaveiði víða við strendur landsins
hafi tekið sinn toll og geri það enn. "Það eru nú bara tvö ár
síðan að ég var að veiða í Laxá og var staddur fyrir neðan
fossa þegar ég sá þrjá netabáta lóna úti fyrir ósnum. Það var
talsverð þoka þennan morgun og maður sá þessa báta af og
til. Þegar þokunni létti voru þeir horfnir." Jóhannes segist
hafa kært þetta en viti ekki til þess að nokkuð hafi komið
út úr þeirri rannsókn og efast raunar um að rannsókn hafi
farið fram.
Hann nefnir fleiri dæmi og vitnar í fyrrverandi formann
Laxárfélagsins, Helga heitinn Bjarnason. "Helgi sagði mér
að eitt árið vissi hann til þess að yfir 300 laxar hefðu verið
teknir í net fyrir utan Húsavík. Hann var klökkur þegar hann
sagði mér þetta," segir Jóhannes.
Það er ekki gott að segja nákvæmlega til um það segir
hinn þrautreyndi stórlaxabani. "Mér koma þó í huga tvö
orð. Þverðmóðska og skammsýni. Þvermóðska vegna
ræktunarmála. Hér á árum áður pöruðum við alltaf saman
stórar hrygnur við stóra hænga þegar við vorum að kreista.
Nú virðist meira lagt upp úr fjöldanum. Skammsýnin liggur
í græðginni og hún kemur best fram í netaveiðinni. Ég hef
nýlega farið að velta því fyrir mér hvort rekja megi þetta
að hluta til þess tíma þegar byrjað var að nota nylonnet til
veiða á ýsu. Það voru stórriðin net og hafa hiklaust fangað
allan þann stóra lax sem í þau synti, smærri laxinn slapp í
gegn."
30 pundari í sumar?
Ef listinn yfir stærstu stangveiddu laxana er skoðaður þá
má glögglega sjá að á bilinu 1950 - 1955 veiðast nokkrir 30
punda fiskar. Það bólar svo aftur á slíkum fiski um 1970
eða eftir fimmtán til tuttugu ár. Næstu 30 pundarar veiðast
á árunum 1984 - 1987, eftir rúmlega fimmtán ára hlé. Nú
eru átján ár liðin og það skyldi þó aldrei vera að einhver
15-20 ára náttúruleg sveifla sé hér að verki? Það kemur í
ljós í sumar.
Júní 2005 Veiðimaðurinn 29