Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 11

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 11
Skipulagður, straujar skyrtur Ein af biblíunum mínum um veiðiflugur er meðalstór bók eftir David Huges, Essential Trout Flies. David er vitaskuld með sallafínar uppskriftir að silungaflugum en það sem er mest um vert, hann leggur áherslu á að flugurnar og púpurnar, sem eru í boxnum, séu þau kvikindi sem eru að virka. Það er í rauninni nóg að vera með tvö box við veiðar frekar en bílhlass af flugum sem eru fallegar en munu aldrei, aldrei, aldrei gefa fisk. Fínt að hafa svo birgðir heima og fylla á þegar þess er þörf en tvö box, vandlega útbúin, eru í rauninni allt sem maður þarf. Þessi hugmyndafræði var mér mikill innblástur; leggja áherslu á að vera með það sem virkar, sleppa hinu. Það þarf heldur ekki sérfræðing til að sjá að David Huges, sem raðar flugunum sínum svona skipulega upp, straujar sínar skyrtur sjálfur. Allt er á hreinu, stærðirnar allar á sínum stað, 10, 12, 14, þyngdar flugur merktar sérstaklega og allt gert með slíkri kostgæfni að aðdáun vekur. Það þarf varla að taka fram að veiðimaður sem gengur svona um fluguhylkin sín, gengur trúlega álíka skipulega fram við veiðarnar. Ég hef veitt með svoleiðis mönnum. Það er stórkostlegt. Mér hefur líka tekist að vera vel skipulagður við veiðarnar en geng ekki sérstaklega vel frá flugunum aftur í hita leiksins. Mér hættir til að láta keppnisskapið bera samviskusemina ofurliði. Það skiptir heldur ekki öllu máli, finnst mér, aðalatriðið eru veiðarnar og svo hef ég allan veturinn til að taka til í fluguboxunum. AFF ojy farvejjurinn eilífi Útfrá þeirri mynd sem ég dró upp af silungaflugunni IPB, sem sennilega freistar aldrei framar nokkurrar bleikju, þá finnst mér gaman að greina veiðimenn og flugur þeirra í þrjá flokka; AFF Afskaplega fínir fluguraðarar. Þetta A-flokkurinn David Huges og allir hinir sem gera allt skipulega, velja vel, raða vel, veiða vel. Það má kannski setja spurningamerki við síðustu fullyrðinguna því ég veit líka til þess að svona snyrtipinnar, sem borga alla sína reikninga á gjalddaga, hafa verið alveg hugmyndalausir á bakkanum þegar eitthvað óvænt og öðruvísi gerist í veiðinni. Essential Trout Flies Step-by-step tying instructions for 31 indispensable pattern styles and their most useful variations w — ' 7~3öÍ ^ , fc|&\. J| .J Biblían og blákaldur veruleikinn. Fluguhnýtingabók David Hughes ilmar afskipulagi meðan veiðimaður í SFF flokknum hefur ekki áhyggjur af því þótt Heimasœtan og fleiri sjóbleikjuflugur ryðgi ofaní snjóhvíta eilífðina í fluguboxinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.