Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 44

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 44
...- Þungvopnadir í Tungufljoti Stefán Kristjánsson leiðsögumaður í Víðidal tekur fast á 70 sentimetra fiski sem tók túpuútgáfu af Fkeðamúsinni. Veðurhorfur nœstu dagal Norðan 15-18 metrar á sekúndu. Hitastig rétt undir frostmarki. Snjókoma eða slydda. "Petta getur nú bara ekki verið betra fyrir sjóbirtingsveiðar," sagði Stefán Kristjánsson, einn af veiðifélögunum, við mig þegar ég fór með veðurspána fyrir hann. Þetta var spáin fyrir 1.-3. apríl. Hafa ber í huga að bjartsýnni mann í veiði hef ég ekki hitt og jú, veiðin snýst að mestu um bjartsýni. Sem betur fer hafa veðurfræðingar sjaldan rétt fyrir sér og það var alveg Ijóst að vafasöm veðurspá myndi ekki draga úr spenningnum fyrir fyrstu veiðiferð ársins. Tungufljót var staðurinn sem hópurinn veðjaði á þetta árið. Eins og allir vita þá er vorveiði á birtingi algjört happdrætti og óvenjugott veðurfar undanfarin ár átti sinn þátt í að við veðjuðum á að vera svona snemma í Tungufljótinu. Annað hvort er þetta algert bingó eða bara huggulegur saumaklúbbur í veiðihúsinu sem væri ekki svo slæmt ef einhverjar dömur væru í hópnum. Annars er Bjössi leiðsögumaður í Vatnsdalsá nokkuð huggulegur en veiðin hefur aldrei orðið svo döpur að reynt hafi á það. Það er ólýsanlegur spenningur að fara í fyrstu ferð ársins, fimm fullorðnir karlmenn. Þrír fullvaxnir og tveir eitthvað yngri en allir voru eins og smábörn að bíða eftir aðfangadagskvöldi. Þetta lýsir sér meðal annars í því að það þarf að stansa í öllum sjoppum á leiðinni, ekki til að kaupa nammi heldur til að fara á klósettið. Já, það er álag á magann að bíða eftir fyrsta túrnum og hvað þá að vera á leiðinni í hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.