Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 55

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 55
Veiðisvæði 1 Almennt um veiðisvæðið Neðsta veiðisvæði Fnjóskár er veiðisvæði eitt og er það yfirleitt besta svæðið frá byrjun veiðitíma og fram í seinni hluta júlímánaðar en þá getur farið að hægjast um þar og efri svæðin fara að taka við sér. Merktir veiðistaðir eru frá 1-20 og eru þeir allir neðan laxastigans nema veiðistaðir 18-20. Á veiðistöðunum neðan við stigann stansar allur fiskur á leiðinni upp ána, enda margar hindranir og mikill straumþungi snemma veiðitímabils. Til að veiða veiðistaðina vestan megin árinnar er bílnum lagt á vesturbakkanum við gömlu brúna í Dalsmynni og þaðan er gengið upp með ánni þar til að laxastiganum er komið. Þaðan eru veiðistaðirnir Hellan, Bjarghorn, Skúlaskeið og Hríslubreiða veiddir niður eftir ánni þar til aftur er komið niður að brú. Austan megin er lagt á bílastæði við veginn og þaðan farið beint niður að ánni til að komast að bestu veiðistöðunum. Veiðimenn ákveða skiptingu á svæðinu sjálfir. Flestir skipta svæðinu milli sín á þann veg að hvor stöng er helming vaktarinnar á hvorum bakka, þannig ná báðar stangirnar að veiða alla veiðistaðina. 73 laxar veiddust á fyrsta svæði sumarið 2004. Þá var bætt við veiðistöðum ofan við laxastigann og sett upp sleppitjörn við Skarðsbreiðu sem er nú efsti veiðistaðurinn. Er þetta gert til að halda svæðinu betur inni þegar líða fer á sumarið og bjóða upp á fleiri skemmtilega fluguveiðistaði. Nr. 1 Hríslubreiða Hér stansar lax og bleikja frekar stutt við og hefur þessi veiðistaður ekki gefið mikla veiði síðustu árin. Þó má stundum rekast á fiska í göngu og helst nálægt bakkanum að vestan, utan í eða ofan á klöppunum sem eru þar. Einnig geta þeir verið neðarlega á breiðunni, um það bil þriðjung úti í ánni. Nr. 3 Skúlaskeið Veiði í Skúlaskeiði hefur farið minnkandi síðustu ár en það gefur alltaf nokkra laxa á sumri og töluvert af bleikju. Þarna liggja laxarnir frekar ofarlega í og við straumskilin þar sem aðalstrengurinn er í ánni. Hægt er að vaða út á klöppina ofarlega þar sem brýtur á grjótum við landið og veiða þaðan. Bleikjan getur verið alveg upp, í hvítfyssinu en einnig rétt neðan við þar sem vaðið er út, um það bil hálfa vegu að straumskilunum. Nr. 4 Bjarghorn Farið er niður stiga milli Bjarghorns og Hellunnar og gengið þangað sem stórt bjarg hefur brotnað úr klettaveggnum. Út af þessu bjargi, bæði ofan og neðan við það má oftast finna bæði bleikjur og laxa, sérstaklega á göngutíma. Best er að vaða á brotinu sem er nokkrum metrum ofan við bjargið og fara svo niður náttúrulegar tröppur og veiða niður straumskilin og klöppina. Þó er þetta ekki alltaf hægt sökum vatnsmagns en þegar komið er fram um miðjan júlí er það yfirleitt auðvelt. Nr. 6 Hellan Hellan er eingöngu veidd af vesturbakka, ásamt Bjarghorni og Skúlaskeiði. Sé gott vatn í ánni má yfirleitt finna töluvert af laxi og bleikju á Hellunni. Ofan af berginu eru fiskarnir vel sjáanlegir og ber að varast að ganga á brúninni, heldur gægjast aðeins fram af henni og þá helst ofarlega. Yfirleitt styggjast fiskarnir ekki ef farið er varlega út á klöppina efst á staðnum. Best er að fara niður á klöppina fyrir ofan staðinn og veiða þaðan og gott er að láta veiðifélagann segja sér til að ofan. Einnig er gott að kasta kúluhausum upp fyrir bleikjurnar, láta þá sökkva og koma til þeirra á dauðareki. Nr. 7-8 Brúarlagshylur og Kolbeinspollur Brúarlagshylur er rennan sem myndast út úr þrengslunum í gljúfrinu og nær niður í Kolbeinspoll en mjög óljós mörk eru á milli þessara veiðistaða. Kolbeinspollur tekur svo við og er neðri hluti veiðistaðarins og grynnri hlutinn að austanverðu. Þarna veiða menn frá austurbakka og eru oft tugir fiska sjáanlegir á göngutíma og fiskur stökkvandi um allt. Best er að byrja frekar ofarlega, ofan við vik í rennunni, enda oftast laxar í þessu viki og einnig á grynningunum neðan við það, veiða þetta tiltölulega vel áður en farið er að einbeita sér af neðri hlutanum þar sem gott er að vaða út að vikinu til að veiða rennuna og brotið. Neðarlega í rennunni liggur alltaf lax ef hann er kominn í ána á annað borð og þegar mikið er af fiski á svæðinu er hægt að sjá raðirnar alveg niður á brot. Helst er að fiskurinn sem er í vikinu og ofan á klöppinni neðarlega fáist til að taka. Nr. 9 Efra-Lækjarvik Að austanverðu er smápyttur neðan við útfallið úr Kolbeinspolli. Þarna má yfirleitt finna nokkrar bleikjur og jafnvel lax á göngutíma. Nr. 10 Malareyri Malareyrin er að austanverðu neðan við Efra-Lækjarvik og gefur góða veiði flest ár. Þegar horft er niður að staðnum má sjá klöpp skaga út í ána. Fyrir framan þessa klöpp liggja oft fiskar þegar komið er þarna að morgni eða eftir hvíld. Hægt er að vaða aðeins út ofan við þá og kasta flugunni á þá. Þarna er gott að nota hraðsökkvandi línu og túpu, kasta aðeins upp í strauminn og láta sökkva vel fyrir framan klöppina. Neðan við þessa klöpp geta einnig legið fiskar. Nauðsynlegt er að fara þarna með gát og byrja frekar ofarlega, rétt neðan við Efra-Lækjarvik. Nr. 15 Rauðhylur Mjög stór veiðistaður sem heldur alltaf töluverðu af bleikju, enda hefur veiðst mikið af bleikju þarna undanfarin sumur. Best er að veiða að austanverðu en einnig má einstaka sinnum sjá bleikjur og laxa að vestanverðu ofan af klettunum. Þarna er bleikjuna að finna alls staðar, alveg frá horninu efst og niður að klöppum sem ná lítið eitt út í ána að austanverðu og mynda dálítið brot. Út af þessum klöppum halda laxarnir sig ef þeir eru þarna á annað borð en þessi staður gefur helst lax snemma sumars. Nr. 17 Borgargerðisbreiða Veiðistaðurinn hefur breyst mikið og gefur ekki sömu veiði og áður. Hann var veiddur af austurbakka á horninu þar sem áin skiptir sér. Helst er hér að reyna við sjóbleikjuna að vestanverðu og vel getur verið von á einum laxi í leiðinni. Júní2005 Veiðimaðurinn 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.