Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 60

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 60
 SVFR-punktar V Samantekt Þorsteinn Ólafs Veiðibækur á Netinu f sumar verða veiðibækur yfir veiði í Norðurá, Hítará og Laxá í Kjós færðar daglega rafrænt á Netinu. Þegar þetta er skrifað er einnig verið að athuga hvort sé hægt að færa veiðibækur annarra veiðiáa yfir á Netið. Veiðibókin á Netinu verður að formi til eins og venjuleg veiðibók að öllu leyti nema því að nöfn veiðimanna munu ekki koma fram. Þessi þjónusta skiptir máli fyrir veiðimenn sem eru að leggja í 'ann. Þeir sjá nýjustu tíðindi af veiði og hafa upplýsingar um hvar fiskur hefur veiðst, hvað hann tók og geta búið sig undir veiðiferðina eftir því. í Norðurá, Hítará og Laxá í Kjós mun staðarhaldari á hverjum stað skrá daglega í veiðibókina. Stjórn SVFR opnaði sem kunnugt er Norðurá þann 1. júní s.l. en þá reyndi ekki á staðarhaldarann því engann laxinn þurfti að skrá! Laxinn var þá ekki mættur og er það í annað sinn sem það gerist. Hitt skiptið var 1989. í þéssum skrifuðum orðum er laxinn hins vegar mættur í Norðurá, skráning er hafin og gengur vel. SVFR eykur þjónustuna enn frekar við veiðimenn með bættri tækni. í sumar munu veiðimenn sem dveljast í veiðihúsunum við Norðurá, Hítará og Laxá í Kjós geta vafrað um Netið þar sem þráðlaus nettenging mun standa veiðimönnum til boða. Bætt tækni í þessum efnum þýðir einnig að upplýsingar til félagsins berast hraðar og hægt er að senda nýjar myndir til birta að á vefnum www.svfr.is. María Anna Clausen með fyrsta laxinn í ár úr Norðurá. Ljósmynd Ólafur Vigfússon. Laxinn lét bíða eftir sér í opnun íNorðurár. F.v. Geir Ólafsson Ijósmyndari á Heimi, Eggert Skúlason ritstjóri Veiðimannsins og Bjami Júlíusson formaður SVFR. Ljósmynd Þorsteinn Ólafs. María Anna Clausen veiddi fyrsta laxinn Veiði í Norðurá hefst ár hvert 1. júní. Norðurá er skipt í tvö veiðisvæði, Norðurá I og Norðurá II. Stjórn SVFR hóf veiðarnar í Norðurá I en við veiðar í Norðurá II voru hjónin María Anna Clausen og Ólafur Vigfússon. í Norðurá II er veitt í neðri hluta Norðurár, Stekknum og Munaðarnesi. Meira líf var á þessum slóðum en í Norðurá I fyrstu veiðidagana og veiddi María Anna fyrsta laxinn þetta árið í Norðurá þegar hún landaði grálúsugri átta punda hrygnu í Raflínustreng neðan við orlofshúsabyggðina í Munaðarnesi að kvöldi 1. júní. 60 Fréttapunktax SVFR - samantekt Þorsteinn Ólafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.