Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 11
Skipulagður, straujar skyrtur
Ein af biblíunum mínum um veiðiflugur er meðalstór bók
eftir David Huges, Essential Trout Flies. David er vitaskuld
með sallafínar uppskriftir að silungaflugum en það sem
er mest um vert, hann leggur áherslu á að flugurnar og
púpurnar, sem eru í boxnum, séu þau kvikindi sem eru að
virka. Það er í rauninni nóg að vera með tvö box við veiðar
frekar en bílhlass af flugum sem eru fallegar en munu aldrei,
aldrei, aldrei gefa fisk. Fínt að hafa svo birgðir heima og
fylla á þegar þess er þörf en tvö box, vandlega útbúin, eru í
rauninni allt sem maður þarf.
Þessi hugmyndafræði var mér mikill innblástur; leggja
áherslu á að vera með það sem virkar, sleppa hinu. Það þarf
heldur ekki sérfræðing til að sjá að David Huges, sem raðar
flugunum sínum svona skipulega upp, straujar sínar skyrtur
sjálfur. Allt er á hreinu, stærðirnar allar á sínum stað, 10,
12, 14, þyngdar flugur merktar sérstaklega og allt gert með
slíkri kostgæfni að aðdáun vekur. Það þarf varla að taka
fram að veiðimaður sem gengur svona um fluguhylkin sín,
gengur trúlega álíka skipulega fram við veiðarnar. Ég hef
veitt með svoleiðis mönnum. Það er stórkostlegt. Mér hefur
líka tekist að vera vel skipulagður við veiðarnar en geng ekki
sérstaklega vel frá flugunum aftur í hita leiksins. Mér hættir
til að láta keppnisskapið bera samviskusemina ofurliði.
Það skiptir heldur ekki öllu máli, finnst mér, aðalatriðið
eru veiðarnar og svo hef ég allan veturinn til að taka til í
fluguboxunum.
AFF ojy farvejjurinn eilífi
Útfrá þeirri mynd sem ég dró upp af silungaflugunni IPB,
sem sennilega freistar aldrei framar nokkurrar bleikju, þá
finnst mér gaman að greina veiðimenn og flugur þeirra í
þrjá flokka;
AFF
Afskaplega fínir fluguraðarar. Þetta A-flokkurinn David
Huges og allir hinir sem gera allt skipulega, velja vel,
raða vel, veiða vel. Það má kannski setja spurningamerki
við síðustu fullyrðinguna því ég veit líka til þess að svona
snyrtipinnar, sem borga alla sína reikninga á gjalddaga, hafa
verið alveg hugmyndalausir á bakkanum þegar eitthvað
óvænt og öðruvísi gerist í veiðinni.
Essential Trout Flies
Step-by-step tying instructions for 31 indispensable
pattern styles and their most useful variations
w — ' 7~3öÍ
^ , fc|&\. J|
.J
Biblían og blákaldur veruleikinn. Fluguhnýtingabók David Hughes ilmar afskipulagi meðan veiðimaður í SFF flokknum hefur ekki áhyggjur af
því þótt Heimasœtan og fleiri sjóbleikjuflugur ryðgi ofaní snjóhvíta eilífðina í fluguboxinu.