Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Page 4
Ljóst er, að taka verður á þessu máli sameiginlega, þar eð mengunin
berst að einhverju leyti á milli svæða. T.d. mengar frárennsli frá
Reykjavík fjörur á Kjalarnesi.
NÚVERANDI ÁSTAND
Þegar rætt er um mengun sjávar er rétt að skipta henni í t.d. eftir-
talda 3 flokka:
1. Útlitsmengun
2. Gerlamengun
3. Líffræðileg mengun.
Útlitsmengun stafar fyrst og fremst af þeim fleytiefnum, sem berast
með forarvatninu til sjávar. Með fleytiefnum er átt við pappír, saxir,
grisjur, feiti, olíur o.s.frv., sem fljóta upp á yfirborð sjávar yfir
holræsaútrásum og valda því að sjórinn og ströndin í grennd fær annað
og óæskilegra útlit en eðlilegt má telja.
Segja má, að ástandið sé slæmt á höfuðborgarsvæðinu, að þvi er þennan
þátt varðar. Útrásir holræsa ná yfirleitt ekki niður fyrir stórstraums-
fjöruborð, þrátt fyrir ákvæði í reglugerðum þar að lútandi.
Gerlamengun:
Gerlamengun orsakast af gerlum, sýklum og vírusum, sem berast með
forarvatninu.
Þar eð erfitt er og tímafrekt að greina þá sýkla og virusa, er geta
valdið sjúkdómum, er yfirleitt valin sú aðferð að nota fjölda E-coli-
gerla i 100 ml. sýni, sem mælikvarða á mengun sjávar.
í grófum dráttum má segja, að ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé þannig,
að gerlamengun sé þó nokkur, en misjöfn. 1 nánd við sumar holræsaút-
rásir er hún mjög mikil, en annars staðar minni. Sums staðar við
strendur höfuðborgarsvæðisins er gerlamengun hverfandi litil og sama
gildir yfirleitt nokkur hundruð metra frá landi.
Á mynd no. 1 má sjá núverandi holræsaútrásir á höfuðborgarsvæðinu og
lauslega áætlaða gerlamengun sjávar (að miklu leyti byggt á rannsókn
Isotopcentralen 1970).
Árið 1975 rannsakaði Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, gerlamengun i
Skerjafirði. Skerjafirðinum var skipt í 6 svæði og sýni tekin á nokkrum
stöðum á hverju svæði (sjá mynd no. 2). Niðurstaðan varð sú, að gerla-
mengun i Skerjafirði væri ekki mikil, nema i nánd við ræsisopin. Öll
svæðin fullnægðu kröfum i A-flokki i tillögu borgarlæknis og heilbrigðis-
málaráðs Reykjavíkurborgar frá 1974 (minna en 100 E-coli pr. 100 ml.),
nema svæði .1 (kringum útrás Fossvogsræsis) og önnur stöðin á svæði VI
(stöð 19).
Líffræðileg mengun:
Árið 1975 rannsakaði Liffræðistofnun Háskólans botndýralif i Skerjafirði.
Niðurstaðan benti til þess, að óæskileg áhrif frárennslis á svæðinu séu
ekki veruleg enn sem komið er.