Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Page 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Page 9
9 Af ofangreindu má sjá, að íslenskar kröfur eru svipaðar og amerískar kröfur, en danskar og sænskar kröfur eru töluvert vægari. Óhætt er að fullyrða, að hinar síðarnefndu séu nær því, sem almennt er talið full- nægjandi. Nú vaknar spurningin um hvort ástæða sé til að hafa hér strangari staðla um hreinleika sjávar til baða heldur en almennt txðkast erlendis. Áður en reynt er að svara þessari spurningu ei rétt að gera sér grófa grein fyrir almennri sýkingarhættu.vegna frárennsiis. Á vegum Líffræðistofnunar Háskóla íslands hefur mengun af völdum Salmon- ella við strendur Reykjavíkur verið rannsökuð árin 1976-1980 (Guðni Alfreðsson). Samkvæmt ágripi af skýrslu um þessa rannsókn er mengun af völdum Salmon- ella sýkla „mikil og samfelld", sérstaklega við útrásir Fossvogsræsis og Sogaræsis. Ekki er unnt að fullyrða á grundvelli þessara niðurstaða, hvort sýkla- mengun við strendur Reykjavikur sé meiri nú en t.d. fyrir 20-30 árum, þar sem engar sambærilegar rannscknir eru til frá þeim tíma. Almennt er þó talið að lítið hafi verið um Salmonella hér á landi á þeim tíma. Þess má geta, að sjúkdómstilfelli á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið rakin til sýkingar sjóbaðgesta í Nauthólsvík vegna mengaðs frárennslis, enda hafa sjóböð verið bönnuð þar undanfarin ár. Á Bretlandi er töluvert um Salmonellatilfelli og ætti því að vera þar hlutfallslega mikið af Salmonella sýklum í frárennsli. Rannsóknir á Bretlandi hafa hins vegar sýnt, að þegar tekist hefur að finna sýkingar- orsök, er nær alltaf um matareitrun að ræða. Ástæðan er sennilega sú, að Salmonellasýklar drepast tiltölulega hratt (á nokkrum tímum) í söltum sjó. Auk þess þarf tiltölulega stóran skammt af Salmonella til að valda sýkingu. Að öllu samanlögðu virðist ekki ástæða til að hafa hér strangari staðla um hreinleika sjávar til baða heldur en almennt tíðkast erlendis, þótt algera nauðsyn beri til að hreinsa sem fyrst sýnilega mengun. Rétt er að benda á sýkingarhættu vegna máfa. Guðni Alfreðsson hefur rannsakað þarmainnihald og drit máfa á Suðvesturlandi. Virðist um 15-20% máfastofnsins bera Salmonella sýkla í þörmum. Vitað er að máfar taka fæðu að nokkru leyti við skolpútrásir og á sorphaugum. Sú hætta er fyrir hendi, að máfar geti dreift þessum sýklum t.d. í opin vatnsból, á beitarlönd og í opnar hráefnisgeymslur fiskimjölsverksmiðja. Sem svar við sýkingarhættu vegna máfa virðist liggja beint við að loka vatnsbólum og hráefnisgeymslum fiskimjölsverksmiðja og öðrum stöðimn þar sem álíka aðstæður eru fyrir hendi. Þess má geta að um þessar mundir er verið að loka vatnsbólum Reykjavíkur. í stað þess að taka vatnið úr opnum Gvendarbrunnum er fyrirhugað að taka það úr vatnsbólum neðanjarðar. Rétt er að benda á þann möguleika, að Salmonella berist með fjörugöngu- mönnum og dýrxim á staði, þar sem vaxtarskilyrði sýkilsins eru ákjósan- leg. IV LEIÐIR TIL ÚRBÓTA Á vegum Skipulagsstofunnar hafa nýlega verið lagðar fram 3 mismunandi hugmyndir um langtímaáætlian (20 ár) fyrir frárennsliskerfi á höfuð- borgarsvæðinu. Hafa þær verið unnar í samvinnu við Samvxnnunefnd um frárennslismál á höfuðborgarsvæðinu, en almennt hefur verið haft samráð við fleiri aðila, s.s. heilbrigðis- og náttúruverndarnefndir á höfuð- borgarsvæðinu. Ofangreindar hugmyndir eru sýndar á myndum no. 5-7. Sýnd eru aðeins þau safnræsi, sem gert er ráð fyrir að komi í viðbót við lágmarkskerfi í stíl við núverandi ástand. Einnig sýna myndirnar lauslega áætlaða gerlamengun fyrir hverja hugmynd.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.