Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Qupperneq 16

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Qupperneq 16
16 SKIPULAGSMAl Höfuðborgarsvæöisins Fréttabréfið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINSer gefið út af Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7, 200 Kópavogur, sími 45155 og kemur út þrisvar til fjórum sinnum á ári. Þau sveitarfélög sem aðild eiga að stofunni svo og fjölmiðlar fá þetta rit sent endurgjaldslaust, en aðrir geta gerst áskrifendur gegn 60,00 kr árgjaldi. - Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson. Nýverið hefur bókasafn Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins verið flokkað. Bókakostur er nú, tæpu einu og hálfu ári eftir að stofan tók til starfa, u.þ.b. 250 bindi auk a.m.k. 10 tímarita sem stofan er áskrifandi af. Við flokkun safnsins var stuðst við samandregið UDC flokkunarkerfi, - sem NIBR í Noregi og Svensk Byggtjánst hafa nýtt sér. Skipulag ríkisins hefur sömuleiðis nýlega fengið bókasafn sitt flokkað eftir þessu sama kerfi, en það, að hafa söfnin tvö í svipuðu formi ætti að auka hagræði svo og auðvelda upplýsingamiðlun milli þessara tveggja aðila. Efnisflokkar safnsins eru 48 og miðaðir við að bókakostur geti tekið til fjölmargra efnissviða sem taka þarf tillit til í skipulagsvinnu. Ef ljóst þykir að allir þessir flokkar verða ekki fylltir bókum má annað hvort fella niður flokka eða bæta nýjum við þegar safnið hefur tekið á sig sterkari svip. Ekki er gert ráð fyrir að þörf sé fyrir skrár við safnið enda verður það aldrei svo stórt í sniðum að slíkt myndi borga sig. En auðvellt er að gera lista yfir ákveðna efnisflokka sem þau sveitarfélög er aðild eiga að Skipu- lagsstofunni svo og aðrir aðilar er að skipulagi starfa, geta aflað sér og á þann hátt samræmt sinn eigin bókakost og bókakaup við safn Skipulags- stofunnar. Þeir flokkar sem nú þegar hafa all þokkalegan bókakost eru: Flokkur 01 UPPSLÁTTARRIT II 02 TÖLFRÆÐI OG TÖLULEGAR UPPL II 03 EFNAHAGSMÁL II 04 LÖG OG REGLUGERÐIR It 07 EÐLISRÆNIR ÞÆTTIR 21 SAMGÖNGUR 24 IÐNAÐUR 39 SVÆÐASKIPULAG 40 BYGGÐA- OG BORGASKIPULAG 41 UMHVERFISMÁL. Reiknilíkan fyrir smásöluverslun í síðasta hefti Skipulagsmála var greint frá því, að fyrirhugað væri að kyggja UPP gróft reiknilíkan af versluninni á höfuðborgarsvæðinu. Þeirri vinnu er nú lokið. Reiknilíkanið er kennt við Lakshmanan - Hansen og er af svokallaðri þyngdaraflsgerð (e. gravity model). Þetta reiknilíkan má nota sem hjálpartæki við skipulag verslunarhverfa. Út frá framtíðaráætlunum um íbúafjölda, staðsetningu íbúðahverfa, stærð (veltutölur fyrir valvöru) og staðsetningu bæði núverandi og fyrirhugaðra verslunarhverfa, er unnt að meta gróft, hversu vel einstök verslunarhverfi muni standa sig í samkeppninni við önnur verslunarhverfi. Hve mikilli veltu/m2 má búast við í einstökum verslunarhverfum miðað við ákveðna heildar- veltu á öllu svæðinu? Einnig má meta, hvaða áhrif einstök verslunarhverfi munu hafa á nærliggjandi verslunarhverfi o.s.frv. Reynt verður að svara þessum spurningum á næstunni og öðrum viðvíkjandi skipulagningu þessara verslunarhverfa í samráði við skipulagsyfirvöld og aðra hlutaðeigandi aðila á svæðinu.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.