Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 19
19 Gjald þetta greiðist til skipulagsyfirvalda á staðnum þegar sótt er um viðkomandi framkvæmd. Ýmsar imdantekningar eru þó frá þessari gjaldskrá, t.d. er það fellt niður, ef í hlut eiga hreyfihamlaðir sem eru að gera breytingar á eigin húsnæði. Full ástæða virðist vera til að fylgjast með reynslu Englendinga af þessari nýbreytni og mun skýrt frá henni her i blaðinu þegar upplysingar berast. Búfjárhald Stutt yfirlit um þróun búfjareignar á höfuðborgarsvæðinu með hliðsjón af landnýtingu. Að beiðni Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, og í framhaldi af umræðum þar 24. apríl s.l., hafa verið festar hér á blað upplýsingar um búfjáreign á svæðinu sem afmarkast af Esju að norðan og Vatnsleysuströnd að sunnan. Reynt er að greina í stuttu máli frá þeim breytingiom sem átt hafa sér stað, einkum síðustu 15 árin, og leitast við að líta nokkuð fram í tímann út frá undangenginni þróun. Þótt vikið sé að búfjáreign í heild er megináhersla lögð á þær búfjártegundir, sem einkum þarf að taka tillit til varðandi land- nýtingu á svæðinu. Þróun á liðnum árum I. NAUTGRIPIR Fyrr á árum var mikil nautgriparækt á þessu svæði vegna nálægðar við tryggan mjólkurmarkað. Þetta hefur gerbreyst á þann veg, að nú er mjólkurframleiðsla hverfandi lítil nema nyrst á svæðinu, þ.e.a.s. á fáeinum bæjum í Mosfellsdal og á Kjalarnesi. Samtals töldust aðeins 305 nautgripir á þessu svæði haustið 1980 og fer fækkandi. Nautgripirnir ganga að mestu á ræktuðu landi og skipta litlu sem engu máli í heildar- landnýtingu svæðisins. Ekki er ástæða til að gera ráð fyrir, að breytingar verði á þessari þróun í framtíðinni. II. HROSS Þegar notkun dráttarvéla varð almenn fækkaði hrossum verulega, þ.e.a.s. á 5. og 6. áratugnum, en á 7. áratugnum fór reiðhrossum í þéttbýli að fjölga. Einkum varð sú breyting áberandi upp úr 1970, en síðustu árin hefur dregið nokkuð úr þessari fjölgun. í 1. töflu sést að í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur hrossum fjölgað mikið sé miðað við síðustu 15 árin, eða um 220,7%, samkvæmt Forðagæsluskýrslum. Hestamönnum fjölgar stöðugt, sérstaklega ungu fólki. Hestamennska er reyndar orðin mjög vinsæl tómstundaiðja fólks á ýmsum aldri. 1. tafla: Fjöldi hrossa á höfuðborgarsvæðinu Sveitarfélög 1965 1980 Mismunur Kj alame shreppur 127 224 + 97 Mosfellshreppur 262 733 + 471 Reykjavík 1.200 2.761 + L.561 Kópavogur 108 981 + 873 Seltjamarnes 0 73 + 73 Garðabær 16 60 + 44 Be s sastaðahreppur 13 38 + 25 Hafnarfjörður 17 720 + 703 Samtals 1.743 5.590 + 3.847 eða 220,7% fjölgun

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.