Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Qupperneq 20
20
III. SAUÐFÉ
í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hefur sauðfé fækkað veru-
lega á undanförnum 15 árum, eða um samtals 58,3%, svo sem fram kemur
í 2. töflu. Fjáreigendum á svæðinu fer fækkandi, bæði þeim sem hafa
lögbýli til ábúðar og svokölluðum tómstundafjáreigendum. Töluverður
samgangur er við sauðfé úr öðrum sveitarfélögum. Þegar litið er á
Landnám Ingólfs í heild, þ.e.a.s. Gullbringu- og Kjósarsýslur og
Árnessýslu vestan Ölfusár, Þingvallavatns og Þjóðgarðs, hefur heildar-
fækkun sauðfjár orðið um 25% á undanförnum 15 árum. Undantekningar
eru Selvogshreppur og Þingvallahreppur þar sem sauðfé hefur fjölgað
nokkuð á tímabilinu.
2. tafla: Fjöldi sauðfjár á höfuðborgarsvæðinu
Sveitarfélög 1965 1980 Mismunur
Kj alarne shreppur 2.242 1.062 - 1.180
Mosfellshreppur 2.730 1.612 - 1.118
Reykjavík 3. 346 855 - 2.491
Kópavogur 761 444 - 317
Seltjarnarnes 6 0 - 6
Garðabær 524 307 - 217
Bessastaðahreppur 647 79 - 568
Hafnarf j örður 1.594 587 1.007
Samtals 11.850 4.946 58 6.904 eóa ,3% fækkun
IV. ANNAÐ BÚFÉ
Lengi hefur verið töluverð alifuglarækt, einkum hænsnarækt, á höfuð-
borgarsvæðinu. Eigendum alifugla hefur fækkað stórlega og er hér
einkum orðið um stórar sérhæfðar einingar að ræða, sem eiga fullt eins
mikið sameiginlegt með iðnrekstri og landbúnaði. Líkt og er með naut-
griparækt er alifuglarækt einkum stunduð á norðurhluta svæðisins,
þ.e.a.s. í Mosfells- og Kjalarneshreppum. Svipað gildir um svínarækt
sem stunduð er á fáeinum búum, einkum á norðurhluta svæðisins. Markaðs-
mál hafa mikil áhrif á þessar búgreinar, og verður ekki séð að þær
skipti teljandi máli með tilliti til landnýtingar. Líkt og farið er
með nautgripina er mjög ólíklegt, að svin og alifuglar komi til með
að gegna neinu umtalsverðu hlutverki sem tómstundabúskapur. Eign þessa
búfjár er og verður sennilega einskorðuð að mestu við hreinan atvinnu-
rekstur. Sem stendur er loðdyrarækt ekki önnur en minkarækt á einu
búi á Kjalarnesi. Geitaeign er og hefur verið hverfandi lítil, og
litlar líkur eru á að geitum fjölgi í framtíðinni, enda halda þeim fáar
girðingar og skaða þær trjágróður meira en annað búfé.
Til athugunar varðandi framtíðina.
Ljóst er að með uppbyggingu þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu, einkxjm síðustu
20-30 ár, hefur víðast hvar þrengt verulega að hefðbundnu búfjárhaldi og
búskapur hefur dregist mikið saman. Gera má ráð fyrir að sú þróun haldi
áfram.
Ætla má að í framtíðinni falli flest það búfé, sem skiptir máli varðandi
landnýtingu á svæðinu, þ.e.a.s. hross og sauðfé, undir tómstundabúskap, og
þarf að taka tillit til þessa við heildarskipulagningu þannig að sem best
fari. Telja verður æskilegt og eðlilegt að viðhalda hóflegri reiðhesta-
eign og minniháttar sauðfjáreign þéttbýlisbúa, og samræma slíka tómstunda-
iðju öðrum þáttum landnýtingar og umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Með
góðum vilja og skipulagningu fram í tímann ætti það að takast. Ég mun ekki
fjalla frekar uim annað búfé þar eð ólíklegt er að það skipti máli í þessu
samhengi.