Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 23
0 l 23 1 samanburði og mati á þeim fjórum tillögum, sem bárust í samkeppninni, skoðaði dómnefndin einkum, hvernig eftirtöldum atriðum voru gerð skil: Skipulag reitanna, Umferð, Umhverfi, Raunhæfni. Nefndin taldi árangur samkeppninnar í heild góðan og allar úrlausnirnar að meira eða minna leyti til framfara, miðað við þá þéttbýlisbyggð, sem kalla má hefðbundna hér á landi. liusTca SAM3VLISWÍS ÞFTT LÁC SER8VLISMJSABVCCÐ SNEHNNG A-A >tn Ut i íbúðabyggð í Hvömmxra, Hafnarfirði. Sneiðingar. Sumarið 1980 ákvað bæjarstjóm Hafnarfjarðar að leita samninga við arkitektana Ingimund Sveinsson og Gylfa Guðjónsson um frekari útfærslu á skipulagi og grunnhönnun bygginga á öðrum samkeppnisreitnum, reit A á grundvelli sam- keppnistillögu þeirra. Umsögn dómnefndar um samkeppnisúrlausn þeirra var þessi: Skipulag: Hugmyndin byggð utan um miðsvæði. Aðlögun og landnýting í góðu lagi, en skörp skil milli ólíkra bygginga spilla heildarsvip. Umferð: Að öllu leyti gerð góð skil. Blöndun gangandi og akandi umferðar athyglisverð. Umhverfi: Umhverfi, s.s. leiksvæði, gönguleiðir og rýmismyndanir vel leyst. íbúðagæði eru jöfn og yfirleitt í betra lagi, m.a. er boðið upp á jarðnánd fyrir marga. Stærð skipulagssvæðisins á reit A er 3,4 ha. Það markast af Reykjanesbraut i suðaustri, Hvammabraut i norðri og einbýlishúsabyggð við Háahvamm í vestri. Miðbærinn er ,i um það bil 1 km. fjarlægð frá skipulagssvæðinu. Landslag á svæðinu er nokkuð fjölbreytilegt. Landhalli er töluverður til norðurs og besturs, en mismikill. Útsýni er ekki verulegt. Helst er víðsýnt til vesturs og norð-vesturs. Vestast á svæðinu næst þó útsýni til gamla bæjarins i norðri. Yfirborð svæðisins er gróið, en nokkuð grýtt. Grunnt er á klöpp. Trjáreitur (Garðarslundur) er nálægt miðju svæðisins.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.