Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 24

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Side 24
24 Lágreist sambýlishúsakeðja með íbúðum í háum gæðaflokki afmarkar og skýlir svæðinu að austanverðu. Að öðru leyti er um að ræða þétta, lága sérbýlis- húsabyggð af margvíslegum toga. Trjálundurinn (Garðarslundur) er þungamiðja svæðisins, samastaður rbúa hverfisins, ekki síst baima og roskins fólks. Lundurinn tengist annars vegar inngarði sambýlishússins í austri svo og sameinuðu kerfi göngustígs og akbrautar sérbýlishúsabyggðarinnar (hlaðgötu). Um trjálundinn liggur auk þess gönguleið, sem tengja mun skipulagssvæðið við útivistarsvæði sunnan Reykjanesbrautar og íbúðahverfi, félagslega þjónustu og verslanir í norðri svo og gönguleið niður í miðbæ. íbúðabyggð í Hvömmum, Hafnarfirði. Raðhúsaþyrpi. Á svæðinu er gert ráð fyrir 100-105 íbúðum. 42 íbúðir eru í þriggja hæða sambýlishúsum, sem byggð eru um garð á reitnum norð-austanverðum. 40-45 íbúðir í raðhúsum eru í fjórum þyrpingum ofan hlaðgötu (akvegur- göngu-stígur), sem liggur eftir svæðinu miðju og tengist Háahvammi. 18 raðhús með innbyggðum bílgeymslum eru síðan neðan „hlaðgötu". Á „hlað- götu" hafa fótgangandi forgang umfram akandi. Lögð er áhersla á vandað yfir- borð götionnar (t.d. hellulögn) . sérstakar reglur verða settar um umferð á hlaðgötu. Fjölbýlishúsið er að því leyti óvenjulegt, að hæðimar eru misstórar, þ.e. húsið grynnra, er ofar dregur. íbúðagerðir og stærðir eru því fjölbreyti- legar. Svalir eru stórar og möguleiki til stækkunar íbúðanna með því að taka hluta af svölum undir þak. íbúðirnar í sambýlishúsinu vita allar að innsvæði, sameiginlegum garði og leiksvæði, sem tengist trjálundinum, sem verður þungamiðja svæðisins. Raðhúsin eru talin hagkvæm í byggingu og fjölbreytileg að stærð. Miklir möguleikar eru á fjölbreytilegum íbúðagerðum og breyta má innra skipulagi með því að hliðra til léttum innveggjum. 1 nokkrxm raðhúsanna er um tví- býli að ræða.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.