Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 28

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 28
28 Segja má, að flest það sem að framan er talið, sé fremur blæbrigði milli svæðanna, en að það sé um nokkurn ákvarðandi gæðamun að ræða. Eitt atriði er þó enn ótalið, sem að mati Borgarskipulags vegur hér þyngst. Eins og áður er getið, benda nýjustu mannfjöldaspár til mjög hægrar fólksfjölgunar á höfuðborgarsvæðinu fram til aldamóta, eða 10-14 þúsund manns. Sú eftir- spurn, sem nú er eftir byggingarlóðum virðist því vera tímabmdin og ekki í samræmi við framtíðarþörf. Of hröð úthlutun lóða á næstu árum gæti því leitt af sér offramboð á eldra húsnæði eftir nokkur ár og síðan skyndilegan sam- drátt í byggingariðnaði. Full nauðsyn er þannig á að gera ráð fyrir að upp- bygging nýrra hverfa geti orðið mjög hæg. Reynslan frá Breiðholtshverfi hefur sýnt, að þjónusta þar hefur byggst mjög hægt upp, og er langt frá að vera fullbyggð enn, um 15 árum eftir að upp- bygging hverfisins hófst. Þess vegna verður að reikna með, að í nýju hverfi, sem byggðist mun hægar upp en Breiðholtið, gæti þjónustugráðan orðið mjög lág fyrstu árin eða áratugina. Þetta kemur ekki eins að sök, ef byggt er í nánxim tengslum við núverandi hverfi. Keldnaland, Korpúlfsstaðaland, Hamra- hlíðarlönd og Reynisvatnsland liggja öll viðsfjarri núverandi byggð, en Ártúnsholt, Selás og svæðið norðan Rauðavatns liggja hins vegar í nánum tengslum við Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Þessi svæði eru þannig þau einu, sem geta tekið við hægri uppbyggingu, en þau gætu einnig byggst mjög hratt upp. Á grundvelli þessa var ákveðið, að næstu byggingarsvæði borgarinnar skyldu verða Ártúnsholt, Selás, Norðlingaholt og svæðin norðan og austan Rauðavatns, en svæði til síðari aukningar eru hins vegar vestan Keldna og í Korpúlfsstaða landi. Gert er ráð fyrir, að Suðurlandsvegur tengist Vesturlandsvegi við Smálönd, og að Ofanbyggðavegur tengi Suðurlandsveg við Breiðholt og Garðabæ. Hraðbraut gegnum Elliðaárdal er felld niður, en ekki er tekin afstaða til Fossvogsbrautar. Sú nýbreytni er tekin upp í skipulaginu, að sýnd eru íbúðar hverfi með atvinnulóðum allt að 20% svæðisins. Gert er þar ráð fyrir léttum iðnaði og öðru, sem ekki valdi mengun, hávaða eða þungri umferð. Þetta er m.a. gert til að auka fjölbreytni hverfanna og auðvelda t.d. húsmæðrum að stunda vinnu utan heimilis. Grænum svæðum er skipt í þrennt, opin svæði til sérstakra nota, óbyggð svæði og útivistarsvæði. Of langt mál yrði að rekja hér alla einstaka þætti skipulagsins, en þess má geta að lokum, að reynt hefur verið að áætla landrýmisþörf nokkuð nákvæmlega út frá íbúðaþörf, þörf fyrir atvinnuhúsnæði og þéttleika byggðar. Er þá miðað við aukinn hlut sérbýlis frá því, sem verið hefur síðustu ár. Gert er ráð fyrir, að hægt sé að mæta allri landrýmisþörf Reykjavíkur á austur- svæðunum, en þar með er ekki verið að fullyrða, að það sé æskilegt. Næsta aðalskipulagsverkefni Reykjavíkur hlýtur því að vera endurskoðun skipulags vestan Elliðaáa. Bjarki Jóhannesson Borgarskipulagi Reykjavíkur. Jardfrseóileg úttekt vió gerd skipulags Inngangur. Stærsti liður í fjárfestingu á íslandi er húsbyggingar og er uppbygging höfuðborgarsvæðisins dýrasta mannvirkjagerð á landinu. Til þess að undir- búa þessa fjárfestingu sem best hafa verið sett lög um skipulag þéttbýlis- svæða og annarra byggðasvæða ásamt lögum um hönnun og byggingu mannvirkjanna sjálfra. Þetta eru Skipulagslög frá 1964, 72, 74 og 78 með Reglugerð um gerð skipulagsáætlana frá 1966 og 78 og Byggingarlög frá 1978 með Byggingar- reglugerð frá 1979.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.