Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.06.1981, Síða 33
33
AÐALSKIPULAG: Gerö aðalskipulags hvers sveitarfélags þyrfti því aö miðast
við hvort það sé þjóðfélagslega hagkvæmt að gera ráð fyrir mikilli fólks-
fjölgun og uppbyggingu á viðkomandi stað. Á mynd 1 eru talin upp helstu
jarðfræðileg atriði sem huga þarf að fyrir aðalskipulag. Þar er um að
ræða nákvæma jarðfræðikortlagningu, sérstaklega á lausum jarðlögxm, þykkt
þeirra könnuð með einföldum borunum og jarðsveiflumælingum. Sýni rannsökuð
af lausum jarðlögum og berggriinni og notagildi áætlað, t.d. fylliefni,
steypuefni, gróðurmold o.s.frv.
Á þessu stigi þarf einnig, sérstaklega á jarðskjálftasvæðum, að gera eins
nákvæmt sprungukort og mögulegt er og beita þar ýmsum jarðeðlisfræðilegum
aðferðxam við sprunguleitina auk loftmynda. Áætla þarf líka vatnsgæfni
mögulegra vatnsbóla eða vatnsleiðandi laga áður en byggð er endanlega valinn
staður.
DEILISKIPULAG: Fyrir deiliskipulag þess nýja bæjarhverfis eða byggingasvæðis,
sem valið hefur verið úr aðalskipulaginu, þarf að gera ýmsar mannvirkja-
jarðfræðilegar athuganir og eru þær helstu taldar upp í ramma 3 á mynd 1.
Er þar um að ræða þéttari mælingar á þykkt og gerð lausra jarðlaga, aðal-
lega til þess að auðvelt sé að velja byggingasvæði, sem hæfa t.d. lágri
byggð, háhýsum eða útivistarsvæðum.
HÖNNUN EINSTAKRA MANNVIRKJA: Að deiliskipulagi fullgeröu er eftir að kanna
sérstaklega þykkt og eiginleika lausra jarðlaga fyrir einstök mannvirki og
hanna undirstöður. Þar sem grunnt er á fast er þetta lítið mál og auðvelt
að grafa könnunargryfjur með traktorsgröfu, en þar sem um er að ræða dýpra
á fast og e.t.v. stórt mannvirki sem reisa skal. þarf að kanna jarðlög með
borunum og í sumum tilfellum þarf sérhannaðar undirstöður, t.d. súlur sem
reknar eru niður á fast. Þessi atriði falla undir Byggingarlög og er nokkuð
fjallað um þessi mál í Byggingareglugerð frá 1979, kafla 7 (þ.e. 7.1.1 til
7.1.13).
Kostnaður.
Öll þessi upptalning kann að virðast flókin í framkvæmd og kostnaðarsöm, en
svo er þó ekki. Sé verkefnið skipulagt nógu snemma, svo að hægt sé að vinna
að verkinu á hagkvæmasta hátt, á hæfilegum tíma, er um mjög lítinn kostnað að
ræða og miðað við þau verðmæti sem í húfi eru er kostnaðurinn hverfandi, og
mun minni en sá aukakostnaður sem yfirleitt hlýst af ófullkomnum upplýsingum
um skipulagssvæðin. Einnig er hætta á alvarlegum "skipulagsslysum" sé ekki
unnið á líkan hátt og hér er lagt til.
Á mynd 2 er reynt að áætla hlutfall kostnaðar vegna hvers áfanga á byggða-
skipulagi og einnig er áætlaður jarðfræði- og jarðtæknilegi kostnaðurinn
sem er einungis lítill hluti af heildarkostnaði við skipulagið og aðeins
örlítið brot af byggingarkostnaði.
Dæmi um jarðfræðilega úttekt.
Jarðfræðiúttekt eins og hér hefur verið lýst hefur að hluta verið gerð á
sumum stöðum á landinu, en ekkert á öðrum. Á mynd 3 er einföld verkáætlun
um jarðfræðilega úttekt vegna aðalskipulags og deiliskipulags fyrir meðal-
stóran kaupstað og er miðað við verk sem var unnið fyrir Siglufjarðarkaupstað
á síðasta ári 1). Verktími fer eðlilega eftir stærð og gerð svæðisins og
hvaða gögn eru fyrir hendi, en hér er lauslega áætlaður kostnaður a 10
ferkílómetra svæði.
Kostnaður felst í eftirtöldum liðum:
Vinna jarðfræðings, 17 vikur x 5,600 kr/viku
Gögn, t.d. loftmyndir og kort
Traktorsgrafa í 5 daga
Cobrabor í 3 daga
kr. 95.200
2.000
20.000
- 2) 12.000
Samtals
kr. 129.200
Ath. Ekki er talið með uppihald og ferðir.